Árið sem nú rennur brátt sitt skeið hefur verið afar viðburðaríkt hjá okkur í Oddafélaginu. Þar ber hæst ótrúlega magnað upphaf fornleifarannsókna í Odda en strax í fyrstu skrefum þeirra kom staðfesting þess sem marga grunaði – fornar og merkar minjar hvíla um allt á hinni sögustóru fold.
Miðvikudaginn 6. júní 2018 mætti Kristborg Þórsdóttir ásamt fólki sínu til að hefja fornleifarannsóknir í Odda með áherslu á Sæmundarhellana svokölluðu við Langekru.
Í Oddarannsókninni verður lagt mikið upp úr öflugu kynningarstarfi á framgangi rannsókna og niðurstöðum eins og fram kemur í rannsóknaráætluninni sem unnin var af Fornleifastofnun Íslands.
Sigríður Aðalsteinsdóttir óperusöngkona og skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga setti tóninn við upphaf Oddastefnu á Hellu í gær með hrífandi söng við undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur.
Verkefnastjórn Sóknaráætlunar Suðurlands fjallaði um tillögur fagráðs nýsköpunar og fagráðs menningar um úthlutun styrkveitinga til verkefna úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands, í fyrri úthlutun ársins, á fundi sínum 31. mars s.l..
Föstudaginn 5. ágúst sl. kom Steinunn Kristjánsdóttir prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands ásamt fríðu föruneyti í Odda til að gera fyrstu tilraunir með jarðsjá á Oddastað.