HeimFréttir og greinarMatthías og sandstormarnir

Matthías og sandstormarnir

Erindi Árna Bragasonar landgræðslustjóra á Oddastefnu 2017 er nú aðgengilegt á heimasíðu Oddafélagsins

Erindið nefnir Árni „Brauðið erfitt er – Matthías og sandstormarnir“. Í því rekur hann m.a. þá ótrúlegu þróun sem orðið hefur í gróðurfari á Rangárvöllum frá því að þar geysuðu sandstormar í tíð séra Matthíasar undir lok 19 aldar og til dagsins í dag þegar sveitarfélagið Rangárþing ytra er í þann mund að verða mesta skógræktarsveitarfélag landsins.

Árni segir m.a. frá þeim gríðarlegu áhrifum sem eldvirkni á svæðinu hefur haft á líf og tilveru í gegnum tíðina. Hann segir frá friðlandinu í Oddaflóðum og hinni mögnuðu Safamýri sem gaf allt að 1.000 kýrfóður á ári hverju og munaði um minna á erfiðum tímum.

spot_img

MEST LESIÐ:

Fréttir af uppgreftri í Odda á mbl.is

Hellarnir mögulega eldri en gert var ráð fyrir

Jarðsjá og drónaflug

Föstudaginn 5. ágúst sl. kom Steinunn Kristjánsdóttir prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands ásamt fríðu föruneyti í Odda til að gera fyrstu tilraunir með jarðsjá á Oddastað.

Nýjar tilgátur um Njálu

Flest öndvegisrit okkar frá miðöldum eru sprottin úr Reykholtsskólanum - og líklega sjálf Njála okkar Rangæinga.

Aukinn kraftur í Oddaverkefni

Veglegur styrkur til fornleifarannsókna í Odda í sumar.