HeimFréttir og greinarOddafélagið hlaut styrk

Oddafélagið hlaut styrk

Verkefnastjórn Sóknaráætlunar Suðurlands fjallaði um tillögur fagráðs nýsköpunar og fagráðs menningar um úthlutun styrkveitinga til verkefna úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands, í fyrri úthlutun ársins, á fundi sínum 31. mars s.l.

Alls bárust sjóðnum 137 umsóknir að þessu sinni og hlutu 72 verkefni styrk en alls var deilt út 37.540.000 kr. Oddafélagið hlaut verkefnastyrk að upphæð 750.000 kr og er áætlað að verja styrknum til undirbúnings s.k. Oddarannsóknar sem er fyrsti hluti af stóra verkefninu „Oddi – miðstöð menningar á ný“ sem er gríðarlega spennandi og mikilvægt verkefni þar sem ætlunin er að leggja grunn að því að „Vekja Odda úr mold“ eins og þjóðskáldið Matthías í Odda kvað um árið.

Segja má að hér séu komnir fyrstu strengirnir hans Matthíasar en í Gammabrekku var honum mikið niðri fyrir um stöðu og framtíð Odda enda segir þar: „…ég vil en vantar strengi..“. Stefnt er að því að ráða starfsmann tímabundið nú fram á haustið til undirbúnings verkefninu og verður þessum styrk varið til að fjármagna þá vinnu. Eru þetta mikil gleðitíðindi fyrir Oddafélaga.

spot_img

MEST LESIÐ:

Elsta hús á Íslandi

Fimmtudaginn 24. ágúst kl. 20.00 verður boðið upp á leiðsögn um uppgraftarsvæðið í Odda á Rangárvöllum.

Sr. Geir og frú Dagný heiðruð í Reykholti

Sóknarnefnd og söfnuður Reykholtsprestakalls bauð þeim heiðurshjónum, sr. Geir Waage og frú Dagnýju Emilsdóttur, til hátíðardagskrár í Reykholti þar sem þeim var þakkað fyrir...

Hauststefna Oddafélagsins 22. september

Hauststefna Oddafélagsins um Oddarannsókn verður haldin í stofu 101 í Lögbergi, húsi Háskóla Íslands, föstudaginn 22. september kl. 13.15