HeimFréttir og greinarFundað um málefni Oddastaðar

Fundað um málefni Oddastaðar

Síðastliðinn miðvikudag var haldinn góður fundur á skrifstofu Rangárþings ytra um málefni Oddastaðar. Fundinn sátu Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur í Odda, Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri og Eríkur V. Sigurðsson markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra og Arnór Skúlason umsjónarmaður fasteigna hjá Kirkjumálasjóði.

arnor-skulason
Arnór Skúlason

Farið var yfir þau verkefni sem í gangi eru gagnvart Odda eins og Oddarannsóknina, fyrirhugaðar merkingar og uppsetning söguskilta í Odda og almenn umhverfismál á staðnum. Þá var farið ítarlega yfir verkefni sem sveitarfélagið er að vinna með Vegagerðinni en það er fyrirhuguð veglagning og brúargerð yfir Þverá hjá Odda. Vegurinn sem er um 2 km liggur um Oddajörðina og hefur verið gert ráð fyrir honum á aðalskipulagi sveitarfélagins um langa hríð. Þá var einnig farið niður í Odda og skoðaðar aðstæður m.a. hið nýja vegstæði sem liggur í beinu framhaldi af veginum heim að Odda og er auðvelt hvað veglagningu varðar.

elina-hrund
Elína Hrund í Odda

Nú í framhaldinu mun sveitarfélagið fara formlega fram á það við Kirkjuráð að leyfi fáist fyrir veglagningunni sem er geysilegt framfaraskref fyrir íbúa á svæðinu, bæði flóttaleið komi til náttúruhamfara og mikil vegabót almennt. Þannig styttist t.d. leiðin fyrir Oddaprest til sóknarbarna sinna á Bakkabæjum um 25 km en leiðin af Bakkabæjum að Hellu styttist um 15 km auk þess sem leiðin um hina nýju brú yfir Þverá verður nánast öll á bundnu slitlagi en núvernadi leið um Bakkabæjaveg hefur lengi verið slæm yfirferðar, holur og þvottabrettir á malarvegi. Þeir sem koma að þessu verkefni eru farnir að tala um þessa fyrirhuguðu nýju brú yfir Þverá sem -Oddabrú- og er það vel við hæfi því með henni verður Oddi aftur í alfaraleið rétt eins og hann var á árum áður þegar þjóðleiðin lá um hlaðið í Odda.

 

spot_img

MEST LESIÐ:

Rannsóknir í Odda halda áfram

Fornleifastofnun Íslands heldur uppgeftri áfram í Odda í sumar.

Fornleifaskóli unga fólksins í Odda

Í Oddarannsókninni verður lagt mikið upp úr öflugu kynningarstarfi á framgangi rannsókna og niðurstöðum eins og fram kemur í rannsóknaráætluninni sem unnin var af Fornleifastofnun Íslands.