HeimFréttir og greinarEndurreisn Oddastaðar

Endurreisn Oddastaðar

Svo hefst grein Friðriks Erlingssonar í nýjasta Goðasteini:

„Flestum ber saman um að Oddi á Rangárvöllum hafi verið vagga íslenskrar menningar og fræða á elleftu og tólftu öld. Hann var mennta- og uppeldisstofnun höfðingjastéttar og vísindamanna í sagnfræði, lögfræði, fornfræði og bókmenntum, auk þess að vera miðstöð fyrir evrópska hámenningu á miðöldum á Íslandi. Veldi Oddaverja hófst þegar Sæmundur fróði kom heim frá námi í Frakklandi (Þýskalandi?) um 1080 og því lauk 1264 þegar Gissur jarl lét hálshöggva Þórð Andrésson, Sæmundarsonar, eftir misheppnaða aðför Oddaverja að Gissuri í þeim tilgangi að losa um tök Noregskonungs á Íslandi. Og nú hyllir undir spennandi tíma þegar við nútímamenn, fyrir tilstilli fornleifarannsókna, fáum hugsanlega að skyggnast aftur í aldirnar og sjá hvernig umhorfs var á þessu merka höfuðbóli þegar sól þess reis hvað hæst.“

Meira í Goðasteini hinu frábæra hérðasriti Rangæinga sem kom út núna á dögunum.

spot_img

MEST LESIÐ:

Oddafélagið 25 ára

Félagið var stofnað árið 1990 og varð 25 ára þann 1. desember 2015. Formaður þess frá upphafi hefur verið dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur.

Oddastefna 2016

Oddastefna var haldin með stæl á Hótel Stracta...........

Listsýning Oddanema

Á Oddastefnu 2016 sagði Þórhalla Sigmundsdóttir kennari við Grunnskólann á Hellu frá verkefni sem grunnskólabörn unnu í vetur um sögu Sæmundar fróða.

Hugarflug á Oddastefnu 2016

Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.