HeimFréttir og greinarEndurreisn Oddastaðar

Endurreisn Oddastaðar

Svo hefst grein Friðriks Erlingssonar í nýjasta Goðasteini:

„Flestum ber saman um að Oddi á Rangárvöllum hafi verið vagga íslenskrar menningar og fræða á elleftu og tólftu öld. Hann var mennta- og uppeldisstofnun höfðingjastéttar og vísindamanna í sagnfræði, lögfræði, fornfræði og bókmenntum, auk þess að vera miðstöð fyrir evrópska hámenningu á miðöldum á Íslandi. Veldi Oddaverja hófst þegar Sæmundur fróði kom heim frá námi í Frakklandi (Þýskalandi?) um 1080 og því lauk 1264 þegar Gissur jarl lét hálshöggva Þórð Andrésson, Sæmundarsonar, eftir misheppnaða aðför Oddaverja að Gissuri í þeim tilgangi að losa um tök Noregskonungs á Íslandi. Og nú hyllir undir spennandi tíma þegar við nútímamenn, fyrir tilstilli fornleifarannsókna, fáum hugsanlega að skyggnast aftur í aldirnar og sjá hvernig umhorfs var á þessu merka höfuðbóli þegar sól þess reis hvað hæst.“

Meira í Goðasteini hinu frábæra hérðasriti Rangæinga sem kom út núna á dögunum.

spot_img

MEST LESIÐ: