HeimFréttir og greinarJarðsjá og drónaflug

Jarðsjá og drónaflug

Föstudaginn 5. ágúst sl. kom Steinunn Kristjánsdóttir prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands ásamt fríðu föruneyti í Odda til að gera fyrstu tilraunir með jarðsjá á Oddastað.

Skoðað var ákveðið svæði í kringum hús í Odda og á plönum. Einnig var farið með jarðsjánna yfir svæði sunnan undir kirkjunni þar sem mikið er af ómerktum leiðum. Þessi fyrsta jarðsjárvinna gekk vel og mikið safnaðist af spennandi gögnum sem nú verður unnið frekar úr.

Í samvinnu við Flugbjörgunarsveitina á Hellu var einnig flogið með myndavélardróna yfir Oddastað í björtu veðri þann 4. ágúst sl. Þær myndir sem þar náðust eru geysilega gagnlegar til að greina garða og þústir, misfellur í landslagi og allskyns mynstur.

Það verður spennandi að vinna úr þessum gögnum á næstunni og skipuleggja frekari rannsóknarvinnu í Odda. Það er Oddafélagið sem stendur að þessari vinnu með tilstyrk frá Héraðsnefnd Rangæinga.

spot_img

MEST LESIÐ:

Hugmynd í þróun: Sæmundarstofa og Oddakirkja

Þegar um svo merkan og mikilvægan þjóðmenningarstað sem Odda er að ræða verður að vanda til verka og hugsa til framtíðar.

Frétt Stöðvar 2 um uppbyggingu í Odda

Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina.

Höfðingleg bókagjöf til Sæmundarstofu í Odda

Dr. Helgi Þorláksson færði Oddafélaginu 1.500 fræðibækur til handa Sæmundarstofu.