Sigríður Aðalsteinsdóttir óperusöngkona og skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga setti tóninn við upphaf Oddastefnu á Hellu í gær með hrífandi söng við undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur.
Nú líður að hinni árlegu Oddastefnu en hún verður haldin þann 27 maí n.k. og að þessu sinni verðum við í hinni frábæru aðstöðu Oddasóknar í Menningarheimilinu á Hellu.
Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.