HeimFréttir og greinarOddastefna 22. maí

Oddastefna 22. maí

Rafræn ráðstefna um Oddarannsóknina frá kl. 13:15 – 15:15

Oddastefna hefst kl. 13:15 þann 22. maí 2021 á Zoom og verður einnig streymt á facebook síðu Oddafélagsins. Þeir sem vilja fylgjast með á Zoom og koma með fyrirspurnir eru beðnir um að senda netfang sitt á ritstjori@oddafelagid.is og fá þá sendan hlekk daginn fyrir Oddastefnu. Oddastefnu lýkur um kl. 15:15.

Dagskrá:
Kynning 1 (alls 20 mín.)

RÍM og Oddarannsókn. Helgi Þorláksson fv. prófessor. (3 mín.)

Rekstur staðarins í Odda og búskapur. Ragnhildur Anna Kjartansdóttir sagnfræðinemi kynnir MA verkefni sitt í sagnfræði. Inngangsorð Sverrir Jakobsson prófessor. (alls 5 mín.)

Sæmundur fróði og ritverk hans. Miguel Andrade, nemi í miðaldafræðum, kynnir MA verkefni sitt í bókmenntum: Inngangsorð Ármann Jakobsson prófessor. (alls 5 mín.)

Fyrirspurnir og svör. (7 mín.)

Kynning 2  (alls 35 mín.)

Fornleifarannsóknir í Odda 2020. Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur. (15 mín.)

Fyrirspurnir og svör (5 mín.)

Umhverfi og mannvist í Odda. Egill Erlendsson prófessor. (10 mín)

Fyrirspurnir og svör. (5 mín.)    

Frjálsir fyrirlestrar (alls 60 mín.)

Helgi Þorláksson fv. prófessor: Hvar var Sæmundur fróði við nám? Hugsanleg þýsk og/eða frönsk áhrif. (15 mín.)

Fyrirspurnir og svör. (5 mín.)

Margaret Jean Cormack gestaprófessor: Heilagur Nikulás og Oddi. (15 mín.)

Fyrirspurnir og svör. (5 mín.)

Viðar Pálsson dósent: Staður og lærdómur í Odda. (15 mín.)

Fyrirspurnir og svör. (5 mín.)

Fyrirspurnir um Oddarannsókn (5 mín.)

 

spot_img

MEST LESIÐ:

Oddafélagið 25 ára

Félagið var stofnað árið 1990 og varð 25 ára þann 1. desember 2015. Formaður þess frá upphafi hefur verið dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur.

Oddastefna 2016

Oddastefna var haldin með stæl á Hótel Stracta...........

Listsýning Oddanema

Á Oddastefnu 2016 sagði Þórhalla Sigmundsdóttir kennari við Grunnskólann á Hellu frá verkefni sem grunnskólabörn unnu í vetur um sögu Sæmundar fróða.

Hugarflug á Oddastefnu 2016

Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.