HeimFréttir og greinarHugarflug á Oddastefnu 2016

Hugarflug á Oddastefnu 2016

Grunnur var lagður að framtíðarstefnu Oddafélagsins á hugmyndafundi á Oddastefnu 2016

Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur. Þetta var því grunnur að stefnumörkun fyrir félagið sem um þessar mundir hefur starfað í aldarfjórðung.

Þetta tókst afar vel og mun afrakstur þessa vinnufundar gefa stjórn félagsins gott veganesti nú þegar kúrsinn verður tekinn fyrir starfsemi næstu ára.

Hér fylgir samantekt á helstu punktum úr þessari vinnu auk minnisatriða sem greina má út frá umræðum í fundargerðum aðalfunda og stjórnar undanfarna áratugi.

Innlegg í stefnumörkun fyrir Oddafélagið:

Flokkun hugmynda í verkefnalista skv. atriðum sem komu fram á hugarflugsfundi á Oddastefnu 2016:

  1. Fornleifar, jarðsjá
    1. „Ekki hefur verið farið í fornleifarannsóknir í Odda en kannski tímabært að fara að huga að því þó það þurfi ekki að ana útí neitt. Sjáum hvað er að gerast á Þingeyrum – það þarf einhverjar frumrannsóknir“
    2. „Öllum langar að fá jarðsjá til þess að kanna hvað sé í jörðinni. Margir forvitnir.“
    3. „Það þarf að fara að huga að fornleifum til þess að vekja áhuga almennings. Það er oft samhangandi áhugi almennings og áhugi ráðamanna.“
  2. Fjáröflun til góðra verka
    1. „Fjáröflun – það mætti kannski gera meira af því að fá styrki í starfsemina – þá eru norðmenn eðlilega nefndir – þeir hafa verið alla þjóða duglegastir við að styrkja Skólholt, Hóla og Hallgrímskirkju og eitthvað fleira. „
  3. Oddabrúin
    1. „Það þarf að koma Odda í þjóðleið og þá er horft til nýrrar brúar.“
    2. „Þarf að efla Odda sem ferðamannastað og gera eitthvað í því og er brúin þar mikilvægur punktur. Hún býr til nýja hringleið. Það þarf að efla upplýsingar heima í Odda, upplýsingarnar eru til en það þarf bara koma þeim á framfæri. Sögu staðarins og helstu stórmenni sem þar hafa verið.“
    3. „Brúargerðin væntir mikils af henni að hún muni efla Odda“
  4. Merkingar, skilti ofl.
    1. „Saga staðarins – hægt að gera ýmislegt og það þarf ekki að kosta mikið – Efla þarf merkingar, við þjóðveginn stendur bara Oddi og ekkert meira sýnilegt. Þar þurfa að vera upplýsingar og benda á athyglisverðan stað. „
    2. „Væri skemmtilegt að gera kort yfir gamlar gönguleiðir að Odda. Þar er bókin hans Helga Þórðarsonar mikilvæg heimild. Hvort hún er tæmandi veit ég ekki.“
  5. Samstarf við ýmsa, HÍ, Reykholt ofl.
    1. „Eru mörg félög sem standa í kringum sögustaði ? Við vitum ekki til þess.“
    2. „Mikilvægt að tengja Reykholt og Odda betur saman. T.d. að Oddafélagið stæði fyrir ferðum og uppákomum í Reykholti og það gæti verið meiri samgangur þar á milli. „
  6. Aðstaða í Odda
    1. „Í Odda þarf að vera aðstaða fyrir fræðifólk, t.d. sagnfræðinga til þess að vera í einhverjar vikur og svo héldu þeir fyrir okkur fyrirlestur. „
    2. „Gæta þess að fara ekki offari í byggingum í Odda, húsin 7 mættu hugsanlega vera færri og smærri.“
  7. Gönguleiðir
    1. „Útbúa gönguleið í áföngum alla leið frá gamla verslunarstaðnum á Eyrum og svo meðfram sjónum og yfirá Sandhólaferju, yfir neðanverð holtin fyrir neðan Ás. Ungur sagnfræðingur frá Ási skrifaði lokaritgerð, hann leitaði að öllum „mýrarbrúnum svo leiðin er þekkt. Þetta gæti verið gönguleið í áföngum, yfir á Odda og síðan var þar þjóðbraut yfir að Stórólfshvol og áfram yfir Markarfljótið. Birgir á þar minningar úr sveit á Móeiðarhvoli eftir gríðarmiklum götum, 12 akreinum sem stefndu beint á Hvolsvöll. Gönguleið í áföngum.“
    2. „Gera sögulega lögsögu um frægðarstaðina. Skálholt, Reykholt, Njáluslóðir, Keldur og Oddi. Fræðahringur, samtenging og fólk gæti unnið þar vel saman. Gæti verið skemmtileg sýn.“
  8. Umhverfi í Odda
    1. „Aðgengið að Gammabrekku er ekki alveg hentugt þar sem gestir ganga bara upp gras/moldar brekku. Það þarf að athuga hvort ástæða sé til tröppugerðar eða einhverrar styrkingu á jarðvegi í Gammabrekku.“
    2. „Umhverfið í Odda þarf að vernda – þar má ekki koma neitt ferðaþjónustubatterí eða neinu líkt. Viljum ekki einhverja ríka babba til þess að yfirtaka svæðið.“
    3. „Sagan á að vera í öndvegi en jafnframt er tekið undir að það gæti verið fallegur garður nokkra ferkílómetra.“
  9. Útgáfa
    1. „Endurútgefa bæklingina og Þór kemur þeim til Eiríks. Eru til á dönsku, þýsku, ensku og íslensku.“
  10. Námskeið
    1. „Það þarf að halda eitthvað af námskeiðum á Hellu eða Hvolsvelli um Njálu og Sæmund og sögu Odda og fleira. Athuga hvort ekki væri hægt að efla tengsl háskóla á íslandi við Sorborn. Gera skrá yfir þá Íslendinga sem hafa verið í námi við Sorborn“
  11. Kirkjan og prestsetrið
    1. „Vernda þarf kirkjuna og prestssetrið í Odda. Þar þarf að vera búandi prestur í Odda og kirkjan. Kirkjan á að vera í Odda.“
    2. „Í Rangárþingi ´þá þyrfti að vinna útfrá einum stað varðandi kirkju, að Rangárþing eystra og rangárþing ytra myndu minda heild með „
  12. Ýmislegt
    1. „Það þarf fleiri meðlimi í Oddafélagið sérstaklega í heimabyggð. Við þurfum frekjur og eldhuga. Ekki einsog stjórnin geti ekki gert þetta en við þurfum að hafa fólkið með okkur / stjórnin þarfnast fleirri handa. „
    2. „Sunnlendingar eru alltof hógværir svo við þurfum norrænt fólk til þess að ýta við okkur. „
    3. „2033 þarf að hafa einhverskonar plan tilbúið fyrir næstu 100 ár. Það má ekki bara rjúka af stað og byggja einhverja skýjakljúfa. Það þarf… „

Atriði sem komið hafa fram í gegnum tíðina og tína má út úr fundargerðum aðalfunda og stjórnar frá upphafi (1994-2016) – ekki víst að þetta sé tæmandi listi:

  • Suðurstrandasetur
  • „Helluna heim“
  • Minnisvarði um Matthías Jochumsson
  • Leikþáttur um Sæmund fróða (Þórarinn Eldjárn nefndur)
  • Tónverk um Sæmund
  • Félagið vantar aðstöðu í Odda
  • Langekra
  • Merkingar og söguskilti
  • Oddahátíð (=Oddastefna?)
  • Oddaskóli – þjóðskóli?
  • Rannsókn á sögu Odda og fornminjum
  • Náttúrufræði Oddastaðar, fuglar, gróður….
  • Saga eiginkvenna (og karla) presta í Odda.
  • Örnefnakort af Oddastað
  • Samstarf sóknarnefnd-prestsetrið-sveitarstjórn……
  • Sæmundarstofa (í stað Oddahátíðar stendur einhversstaðar), greinargerð HÞ og FS
  • Bók: Í garði Sæmundar fróða komin út.
  • Samstarf ví HÍ – hvað hvernig
  • Háskólafélag Suðurlands og Oddafélagið (samstarf um Oddastefnu?)
  • Örnefnaganga
  • Minnismerki um Snorra Sturluson ungan
  • Merki fyrir félagið
  • Stofnun Sæmundar fróða – er samstarf?
  • Nafnbreyting -> Oddafélagið – Sæmundur fróði
  • Minjagripir til fjáröflunar
  • Oddfellowstúkan Sæmundur fróði!
spot_img

MEST LESIÐ:

Rannsóknir í Odda halda áfram

Fornleifastofnun Íslands heldur uppgeftri áfram í Odda í sumar.