HeimFréttir og greinarHauststefna Oddafélagsins 22. september

Hauststefna Oddafélagsins 22. september

Hauststefna Oddafélagsins um Oddarannsókn verður haldin í stofu 101 í Lögbergi, húsi Háskóla Íslands, föstudaginn 22. september kl. 13.15

Ráðstefnan er opin og allir eru velkomnir. Lögð er áhersla á kynningu Oddarannsóknar og framvindu hennar. Jafnframt verða fluttir frjálsir fyrirlestrar.

Dagskrá:

Ráðstefnan sett: Ágúst Sigurðsson, formaður Oddafélagsins

Kynning:

  • Oddarannsóknin 2023: Helgi Þorláksson, prófessor emeritus
  • Valda og kirkjumiðstöð; um sagnfræðiþáttinn: Sverrir Jakobsson prófessor
  • Lærdómssetur; um bókmenntaþáttinn: Ármann Jakobsson prófessor
  • Fornleifarannsóknir 2023. Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur

Fyrirspurnir og umræður.

Kaffihlé

Frjálsir fyrirlestrar:

  • Auður G. Magnúsdóttir, lektor við Gautaborgarháskóla: Oddahöfðinginn Sæmundur Jónsson, líf og starf (20 mín.)
  • Chris Callow, dósent við Birminghamháskóla: Kirkjugoðar og staðir (á ensku 20 mín.)
  • Gunnar Ág. Harðarson, prófessor við Háskóla Íslands: Menntir í Odda á 14. öld (20 mín.)

5 mínútna umræður og fyrirspurninr eftir hvert erindi. Erindi Callows verður kynnt í prentuðum útdrætti á íslensku.

Almennar umræður um efni ráðstefnunnar og Oddarannsóknina.

Fundarstjórar: Ágúst Sigurðsson og Friðrik Erlingsson

spot_img

MEST LESIÐ: