HeimFréttir og greinarHauststefna Oddafélagsins 22. september

Hauststefna Oddafélagsins 22. september

Hauststefna Oddafélagsins um Oddarannsókn verður haldin í stofu 101 í Lögbergi, húsi Háskóla Íslands, föstudaginn 22. september kl. 13.15

Ráðstefnan er opin og allir eru velkomnir. Lögð er áhersla á kynningu Oddarannsóknar og framvindu hennar. Jafnframt verða fluttir frjálsir fyrirlestrar.

Dagskrá:

Ráðstefnan sett: Ágúst Sigurðsson, formaður Oddafélagsins

Kynning:

  • Oddarannsóknin 2023: Helgi Þorláksson, prófessor emeritus
  • Valda og kirkjumiðstöð; um sagnfræðiþáttinn: Sverrir Jakobsson prófessor
  • Lærdómssetur; um bókmenntaþáttinn: Ármann Jakobsson prófessor
  • Fornleifarannsóknir 2023. Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur

Fyrirspurnir og umræður.

Kaffihlé

Frjálsir fyrirlestrar:

  • Auður G. Magnúsdóttir, lektor við Gautaborgarháskóla: Oddahöfðinginn Sæmundur Jónsson, líf og starf (20 mín.)
  • Chris Callow, dósent við Birminghamháskóla: Kirkjugoðar og staðir (á ensku 20 mín.)
  • Gunnar Ág. Harðarson, prófessor við Háskóla Íslands: Menntir í Odda á 14. öld (20 mín.)

5 mínútna umræður og fyrirspurninr eftir hvert erindi. Erindi Callows verður kynnt í prentuðum útdrætti á íslensku.

Almennar umræður um efni ráðstefnunnar og Oddarannsóknina.

Fundarstjórar: Ágúst Sigurðsson og Friðrik Erlingsson

spot_img

MEST LESIÐ:

Oddafélagið 25 ára

Félagið var stofnað árið 1990 og varð 25 ára þann 1. desember 2015. Formaður þess frá upphafi hefur verið dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur.

Oddastefna 2016

Oddastefna var haldin með stæl á Hótel Stracta...........

Listsýning Oddanema

Á Oddastefnu 2016 sagði Þórhalla Sigmundsdóttir kennari við Grunnskólann á Hellu frá verkefni sem grunnskólabörn unnu í vetur um sögu Sæmundar fróða.

Hugarflug á Oddastefnu 2016

Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.