Oddastefna 2018

Oddastefna verður haldin sunnudaginn 1. júlí 2018 í Odda á Rangárvöllum.

Oddastefna hefst að þessu sinni kl. 12:00 með því að öllum þátttakendum er boðið til hádegisverðar í Odda en borin verður fram miðaldasúpa framreidd af Sölva Birni Hilmarssyni matreiðslumeistara í Skálholti.

Dagskrá hefst kl. 13:00 í Oddakirkju:
– Helgistund á léttum nótum – Séra Elína Hrund Kristjánsdóttir í Odda.
– Tónlistarflutningur – Kirkjukór Oddakirkju undir stjórn Kristínar Sigfúsdóttir.
– Endurreisn Oddastaðar – Friðrik Erlingsson rithöfundur og stjórnarmaður í Oddafélaginu.
– Keldnaklaustur – Steinunn Kristjánsdóttir prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands.
– Oddarannsóknin – Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur.

Oddaganga hefst 15:10 leiðsögumenn verða Þór Jakobsson fv. formaður Oddafélagsins og Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur

Oddastefnu slitið kl. 16:00

Kaffiveitingar framreiddar af kvenfélagi Oddakirkju

Allir velkomnir – gott væri ef áhugasamir myndu skrá mætingu á viðburðinn á Fésbókarsíðu Oddafélagsins

spot_img

MEST LESIÐ:

Oddafélagið 25 ára

Félagið var stofnað árið 1990 og varð 25 ára þann 1. desember 2015. Formaður þess frá upphafi hefur verið dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur.

Oddastefna 2016

Oddastefna var haldin með stæl á Hótel Stracta...........

Listsýning Oddanema

Á Oddastefnu 2016 sagði Þórhalla Sigmundsdóttir kennari við Grunnskólann á Hellu frá verkefni sem grunnskólabörn unnu í vetur um sögu Sæmundar fróða.

Hugarflug á Oddastefnu 2016

Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.