HeimFréttir og greinarSpennandi Haustráðstefna Oddafélagsins

Spennandi Haustráðstefna Oddafélagsins

verður í Gunnarsholti, föstudaginn 15. október frá kl. 13 - 17.

Oddafélagið býður alla velkomna á spennandi Haustráðstefnu félagsins í Gunnarsholti, sem er aðalskrifstofa Landgræðslunnar, staðsett rétt austan við Hellu við þjóðveg 264.

 

 

Helgi Þorláksson kynnir framvindu Oddarannsóknarinnar, Ragnhildur Anna Kjartansdóttir og Miguel Andrade kynna sagnfræði- og bókmenntarannsókn, Kristborg Þórsdóttir og Egill Erlendsson kynna fornleifarannsókn og umhverfis- og mannvistarrannsókn. Hver kynning er um 5-10 mínútur.

Eftir hlé verða sérlega áhugaverðir fyrirlestrar um Sæmund fróða og konungasagnaritun, Sunnlenska skólann á miðöldum, Markús Skeggjason, lögsögumann og hinn hámenntaða Þorlák helga Þórhallsson, fósturson Oddaverja og biskup í Skálholti. Hver fyrirlestur er um 15 mínútur.

 

 

Gestafyrirlesarar verða Richard North og Haki Antonsson frá UCL í London og Sverrir Jakobsson og Ásdís Egilsdóttir frá Háskóla Íslands.

Dagskrá hefst kl. 13

Helgi Þorláksson: Oddarannsóknin.

Ragnhildur Anna Kjartansdóttir: MA verkefni sagnfræðinema.

Miguel Andrade: MA verkefni bókmenntanema.

Fyrirspurnir og umræður, 10 mín.

Hlé (10 mín.)

Kristborg Þórsdóttir: Fornleifarannsóknir í Odda 2021.

Egill Erlendsson: Umhverfi og mannvist í Odda.

Fyrirspurnir og umræður, 15 mín.

Hlé með kaffi og meðlæti kl. 15 (30 mín.)

Richard North, UCL: „Sæmundur og ensku konungarnir í AM 1 e beta II fol.”

Sverrir Jakobsson, HÍ: „Oddaverjar og sunnlenski skólinn í sagnaritun“

Haki Antonsson, UCL: „Markús Skeggjason: Hugleiðingar um verk hans og samtíma“.

Ásdís Egilsdóttir HÍ: „Menntaði Oddaverjinn. Um Þorlák Þórhallsson og birtingarmynd hans í Þorláks sögu helga“.

5 mín. umræður og fyrirspurnir eftir hvern fyrirlestur

Að fyrirspurnum loknum verða almennar umræður um efni ráðstefnunnar og Oddarannsóknina. Haustráðstefnu lýkur um kl. 17.

spot_img

MEST LESIÐ:

Oddafélagið 25 ára

Félagið var stofnað árið 1990 og varð 25 ára þann 1. desember 2015. Formaður þess frá upphafi hefur verið dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur.

Oddastefna 2016

Oddastefna var haldin með stæl á Hótel Stracta...........

Listsýning Oddanema

Á Oddastefnu 2016 sagði Þórhalla Sigmundsdóttir kennari við Grunnskólann á Hellu frá verkefni sem grunnskólabörn unnu í vetur um sögu Sæmundar fróða.

Hugarflug á Oddastefnu 2016

Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.