Oddastefna 2017

Nú líður að hinni árlegu Oddastefnu en hún verður haldin þann 27 maí n.k. og að þessu sinni verðum við í hinni frábæru aðstöðu Oddasóknar í Menningarheimilinu á Hellu. Hádegisverður er í boði frá kl. 12:00 og er hann í umsjá Kvenfélags Oddakirkju en formleg dagskrá hefst síðan kl. 12:45 og stendur til 15:00.

Dagskrá hefst með innspili Tónlistarskóla Rangæinga

Stefnan sett: Þór Jakobsson heiðursfélagi Oddafélagsins

Minjarnar og höfuðbólin: Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður Minjastofnunar

 „Brauðið erfitt er“ – Matthías og sandstormarnir: Árni Bragason landgræðslustjóri

Oddi – miðstöð menningar á ný: Ágúst Sigurðsson formaður Oddafélagsins

Oddastund – málin rædd og kaffi drukkið – maður er manns gaman

„Stefnan tekin“ – samantekt í lok Oddastefnu: Drífa Hjartardóttir/Elína Hrund Kristjánsdóttir

Oddastefnu slitið kl. 15:00

Stjórnandi Oddastefnu: Kristín Þórðardóttir sýslumaður Suðurlands

spot_img

MEST LESIÐ:

Elsta hús á Íslandi

Fimmtudaginn 24. ágúst kl. 20.00 verður boðið upp á leiðsögn um uppgraftarsvæðið í Odda á Rangárvöllum.