ODDASTEFNA

verður haldin laugardaginn 28. maí kl. 13:30 í Hvolnum á Hvolsvelli. Erindi verða flutt um rannsóknir á fornleifum, manngerðum hellum, sagnfræði, mannvist og lærdómum í Odda. Við hvetjum alla sunnlendinga og aðra áhugasama að mæta og njóta spennandi og fræðandi erinda um menningu og mannlíf í Odda á miðöldum.

Dagskrá:

 

Helgi Þorláksson sagnfræðingur opnar Oddastefnu.

Sverrir Jakobsson: Sagt frá Oddamálstofu á Söguþingi 21. maí.

Ármann Jakobsson: Rannsóknir lærdómsmiðstöðvar.

Hvor kynning um 10 mín. Fyrirspurnir og umræður 5 mín.

 

Hlé 10 mín.

 

Kristborg Þórsdóttir: Fornleifarannsóknir í Odda 2021/2022

Egill Erlendsson: Umhverfi og mannvist í Odda, könnun 2021/2022

Hvor kynning um 10-15 mín. Fyrirspurnir og umræður 15 mín

 

Kaffihlé 30 mín.

 

Ármann Jakobsson: Páll biskup Jónsson.

Árni Hjartarson: Manngerðir hellar, hellagerð og hellagerðarberg.

Guðmundur Ólafsson: Könnun á fornum garði við eystri Rangá.

Hvert erindi er um 10-15 mín. Fyrirspurnir og umræður 15 mín.

 

Almennar umræður um Oddarannsóknina.

Fundarstjóri: Ágúst Sigurðsson, formaður Oddafélagsins.

spot_img

MEST LESIÐ:

Rannsóknir í Odda halda áfram

Fornleifastofnun Íslands heldur uppgeftri áfram í Odda í sumar.