HeimFréttir og greinarTillaga að Sæmundarstofu kynnt á Oddastefnu

Tillaga að Sæmundarstofu kynnt á Oddastefnu

Glæsileg tillaga að Sæmundarstofu, menningar- og fræðasetri í Odda, verður kynnt á Oddastefnu, laugardaginn 20. maí.

Á næstkomandi Oddastefnu, laugardaginn 20. maí, munu Friðrik Erlingsson, verkefnastjóri Oddafélagsins og Ágúst Sigurðsson formaður, kynna hugmyndavinnu og tillögu Basalt arkitektastofu að Sæmundarstofu.

Sæmundarstofa, suðurhlið.

Byggingin er hugsuð sem menningarmiðja héraðsins með fjölnotasölum fyrir almenning, veislu- og sýningarsal auk þess að vera miðstöð rannsókna og fræða í nafni Sæmundar Sigfússonar. Kirkjuskip byggingarinnar er glæsilega útfært og tekur mest um 400 manns í sæti, auk þess að vera tónleikasalur sem getur tekið á móti fullskipaðri sinfóníuhljómsveit.

Sæmundarstofa, miðstöð menningar og fræða í Odda, hefur verið markmið Oddafélagsins frá stofnun þess. Með tillögu Sigríðar Sigþórsdóttur er stórt og mikilvægt skref stigið í átt til þess að gera hugmyndina loks að veruleika, til heilla fyrir Rangárþing allt til framtíðar.

Oddafélagið vill hvetja íbúa Rangárþings til að koma á Oddastefnu í Hvolnum á Hvolsvelli, laugardaginn 20. maí milli 13.30 og 16.30 að kynna sér þessa tillögu og hlýða á aðrar kynningar af verkefnum Oddarannsóknarinnar.

Oddastaður t.v. og Sæmundarstofa í forgrunni, horft til norðvesturs.

 

spot_img

MEST LESIÐ:

Hugmynd í þróun: Sæmundarstofa og Oddakirkja

Þegar um svo merkan og mikilvægan þjóðmenningarstað sem Odda er að ræða verður að vanda til verka og hugsa til framtíðar.

Frétt Stöðvar 2 um uppbyggingu í Odda

Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina.

Höfðingleg bókagjöf til Sæmundarstofu í Odda

Dr. Helgi Þorláksson færði Oddafélaginu 1.500 fræðibækur til handa Sæmundarstofu.