„Ég er stolt af því verkefni sem fór af stað til að rannsaka ritmenningu miðalda – og bjartsýn á að hér í Odda verði mennta- og fræðisetur að veruleika, áfangastaður fyrir okkur öll og mikilvæg miðja fyrir Rangæinga alla.“
Heiðursfélagi Oddafélagsins, Þórður Tómasson í Skógum, var í dag sæmdur fyrsta gullmerki félagsins í virðingar og þakkarskyni fyrir söfnun, varðveislu og miðlun menningararfsins.
Hin árlega Sæmundarstund fer fram mánudaginn 20. mars kl. 12.05 til 12:40 á Háskólatorgi og við styttuna af Sæmundi fróða fyrir framan aðalbyggingu Háskólans.