HeimFréttir og greinarNýr Goðasteinn

Nýr Goðasteinn

Það eru alltaf menningarsöguleg tíðindi þegar nýr Goðasteinn - héraðsrit Rangæinga - rennur úr prentsmiðju

Að þessu sinni gleðjast ekki hvað síst Oddafélagar en ritið er að hluta helgað Odda á Rangárvöllum og forsíðan skartar nýrri mynd frá Oddastað af styttunni frægu af Sæmundi  á selnum.

Ritstjóri að þessu sinni er Jens Einarsson og gerir hann sögu Odda og mikilvægi þess að halda merki staðarins á lofti að umfjöllunarefni sínu í inngangi. Þar vekur  ritstjórinn máls á því að í Odda eigi Rangæingar hugsanlega stærri fjársjóð en þeir hafi almennt leitt hugann að.

Þá er í þessu hefti Goðasteins áhugaverð grein eftir Friðrik Erlingsson rithöfund sem hann nefnir „Endurreisn Oddastaðar“ – þar kennir svo sannarlega margra forvitnilegra grasa. Rétt er að benda áhugasömum á að hægt er að nálgast eintak af þessu vandaða riti hjá KPMG/Fannberg á Hellu. Hægt er að koma í KPMG/Fannberg að Þrúðvangi, hringja í síma 5456227 eða senda póst á  gtomasdottir@kpmg.is .

spot_img

MEST LESIÐ:

Hugmynd í þróun: Sæmundarstofa og Oddakirkja

Þegar um svo merkan og mikilvægan þjóðmenningarstað sem Odda er að ræða verður að vanda til verka og hugsa til framtíðar.

Sr. Geir og frú Dagný heiðruð í Reykholti

Sóknarnefnd og söfnuður Reykholtsprestakalls bauð þeim heiðurshjónum, sr. Geir Waage og frú Dagnýju Emilsdóttur, til hátíðardagskrár í Reykholti þar sem þeim var þakkað fyrir...