HeimFréttir og greinarNýr Goðasteinn

Nýr Goðasteinn

Það eru alltaf menningarsöguleg tíðindi þegar nýr Goðasteinn - héraðsrit Rangæinga - rennur úr prentsmiðju

Að þessu sinni gleðjast ekki hvað síst Oddafélagar en ritið er að hluta helgað Odda á Rangárvöllum og forsíðan skartar nýrri mynd frá Oddastað af styttunni frægu af Sæmundi  á selnum.

Ritstjóri að þessu sinni er Jens Einarsson og gerir hann sögu Odda og mikilvægi þess að halda merki staðarins á lofti að umfjöllunarefni sínu í inngangi. Þar vekur  ritstjórinn máls á því að í Odda eigi Rangæingar hugsanlega stærri fjársjóð en þeir hafi almennt leitt hugann að.

Þá er í þessu hefti Goðasteins áhugaverð grein eftir Friðrik Erlingsson rithöfund sem hann nefnir „Endurreisn Oddastaðar“ – þar kennir svo sannarlega margra forvitnilegra grasa. Rétt er að benda áhugasömum á að hægt er að nálgast eintak af þessu vandaða riti hjá KPMG/Fannberg á Hellu. Hægt er að koma í KPMG/Fannberg að Þrúðvangi, hringja í síma 5456227 eða senda póst á  gtomasdottir@kpmg.is .

spot_img

MEST LESIÐ:

Oddafélagið 25 ára

Félagið var stofnað árið 1990 og varð 25 ára þann 1. desember 2015. Formaður þess frá upphafi hefur verið dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur.

Oddastefna 2016

Oddastefna var haldin með stæl á Hótel Stracta...........

Listsýning Oddanema

Á Oddastefnu 2016 sagði Þórhalla Sigmundsdóttir kennari við Grunnskólann á Hellu frá verkefni sem grunnskólabörn unnu í vetur um sögu Sæmundar fróða.

Hugarflug á Oddastefnu 2016

Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.