Þetta er lofsvert framtak hjá Ólafi Stolzenwald prentsmiðjustjóra og öflugum liðsmanni Oddafélagsins en bókin var ófáanleg. Vigfús Guðmundsson var hógvær maður og baðst hálfgert afsökunar á því að hann ómenntaður maðurinn væri að grúska þetta í gömlum heimildum og kirkjubókum og segja söguna allt frá 10.öld. Hann náði í tómstundum sínum með elju og dugnaði að taka saman bækur sem telja má stórmerkilegar heimildir í dag. Þar má nefna sögu Odda, Keldna og Breiðabólsstaðar. Þessar bækur voru gefnar út af Guðjóni Ó. Guðjónssyni prentara og prentsmiðjueiganda og því skemmtilegt að eftirmenn hans í GuðjónÓ – vistvænni prentsmiðju – skuli endurútgefa bækurnar um Odda og Keldur. Bókin er m.a. til sölu hjá Oddafélaginu á afar sanngjörnu verði og félagsmenn geta eignast bókina með verulegum afslætti.
Saga Oddastaðar – endurútgefin
Prentsmiðja GuðjónsÓ hefur endurútgefið bókina Odda á Rangárvöllum eftir Vigfús Guðmundsson frá Keldum.
Fyrri grein
Næsta grein
TENGT EFNI:
Sæmundarstund 20. mars kl. 12.30
Háskóli Íslands, Stúdentaráð og leikskólinn Mánagarður ásamt Oddafélaginu minnast Sæmundar fróða Sigfússonar (1056-1133) frá Odda á Rangárvöllum
Vel sótt Oddastefna í Háskóla Íslands
Með hverri Oddastefnu stækkar og dýpkar myndin af Odda og Oddaverjum á miðöldum.