HeimFréttir og greinarNý vefsíða og merki Oddafélagsins

Ný vefsíða og merki Oddafélagsins

Velkomin á nýja heimasíðu Oddafélagsins

Ný vefsíða Oddafélagsins hefur nú verið opnuð og nýtt merki félagsins tekið í notkun. Merkið er hannað af Finni Malmquist, grafískum hönnuði. Markmið Oddafélagsins er að varpa ljósi á manninn Sæmund Sigfússon, og þess vegna var valið að styðjast við vangamynd Sæmundar af styttu Ásmundar Sveinssonar, myndhöggvara: Sæmundur á selnum. Þjóðsagan um Sæmund á selnum er vissulega tilbúningur; ævaforn evrópsk flökkusaga, sem einhvern tímann hefur borist til Íslands og tengst nafni Sæmundar.

En þrátt fyrir það er hún afar táknræn fyrir starf Sæmundar hér á landi, eftir að hann kemur heim úr námi. Hann hefur nýja þekkingu í farteskinu sem hann miðlar og nýtir einnig til að móta samfélagið upp á nýtt um aldamótin 1100. Þegar Sæmundur lemur Kölska í höfuðið með Saltaranum í þjóðsögunni má segja að hann sé að berja fáfræðina og myrkrið með þekkingunni og ljósinu. Með þetta í huga voru einkunnarorð félagsins valin, Þekkingin sigrar myrkrið, og í merki félagsins eru þau að sjálfsögðu rituð á latínu, líkt og Sæmundur hefði sjálfur gert: Sapientia tenebras vincit.

Á þessari nýju vefsíðu má finna greinargóðar upplýsingar um verkefni félagsins undir flipanum Verkefnin okkar. Ef þú smellir á flipann Fréttir og greinar birtast allar fréttafærslur aftur í tímann. Við vonum að félagsmenn og aðrir gestir verði ánægðir með nýju síðuna og nýti hana til að koma upplýsingum um félagið á framfæri. Vefurinn er unnin af Ásgrími Sverrissyni. Oddafélagið færir þeim Finni Malmquist og Ásgrími Sverrissyni allra bestu þakkir fyrir frábæra vinnu og einstaklega ánægjulegt samstarf.

spot_img

MEST LESIÐ:

Oddafélagið 25 ára

Félagið var stofnað árið 1990 og varð 25 ára þann 1. desember 2015. Formaður þess frá upphafi hefur verið dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur.

Oddastefna 2016

Oddastefna var haldin með stæl á Hótel Stracta...........

Listsýning Oddanema

Á Oddastefnu 2016 sagði Þórhalla Sigmundsdóttir kennari við Grunnskólann á Hellu frá verkefni sem grunnskólabörn unnu í vetur um sögu Sæmundar fróða.

Hugarflug á Oddastefnu 2016

Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.