HeimFréttir og greinarRannsóknir í Odda halda áfram

Rannsóknir í Odda halda áfram

Rannsókn á manngerðum hellum í Odda verður fram haldið í sumar en verkefnið hlaut áframhaldandi styrk úr Fornminjasjóði í ár. Markmið rannsóknarinnar er að grafa út annan af tveimur gríðarstórum, hrundum hellum sem eru syðst í túninu í Odda.

Í fyrrasumar kom óvænt í ljós stórt, torfhlaðið hús í hellistóftinni sem virðist vera af fjósi. Það var líklega byggt á tímabilinu 1158-1250 en komið úr notkun seint á 15. öld. Til þess að hægt sé að komast í að grafa upp hrunda hellinn þarf að ljúka við að rannsaka þetta nýfundna hús en það er ekki síður áhugavert rannsóknarefni. Framan við það er gryfja, safnþró fyrir mykju, en neðst í henni fannst hrossgröf sem bendir til einhvers konar fórnarathafnar í tengslum við byggingu hússins og gerð gryfjunnar. Eru mörg önnur dæmi um dýrabeinafundi í hellakerfinu í Odda sem hafa verið túlkuð sem fórnir.

Hellarannsóknin í Odda mun veita upplýsingar um elstu gerð manngerðra hella hér á landi, hvernig farið var að þegar þeir voru fyrst grafnir út, hvernig hellagerðin og notkun hellanna þróaðist í tímans rás og til hvers þessi gríðarlega stóru mannvirki í Odda voru notuð.

spot_img

MEST LESIÐ:

Oddafélagið 25 ára

Félagið var stofnað árið 1990 og varð 25 ára þann 1. desember 2015. Formaður þess frá upphafi hefur verið dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur.

Oddastefna 2016

Oddastefna var haldin með stæl á Hótel Stracta...........

Listsýning Oddanema

Á Oddastefnu 2016 sagði Þórhalla Sigmundsdóttir kennari við Grunnskólann á Hellu frá verkefni sem grunnskólabörn unnu í vetur um sögu Sæmundar fróða.

Hugarflug á Oddastefnu 2016

Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.