HeimFréttir og greinarFréttir af uppgreftri í Odda á mbl.is

Fréttir af uppgreftri í Odda á mbl.is

Hellarnir mögulega eldri en gert var ráð fyrir

Frá einu heillegasta mannvikri á Íslandi sem hefur verið rannsakað …
Frá einu heillegasta mannvirki á Íslandi sem hefur verið rannsakað hingað til. Ljósmynd/Lísabet Guðmundsdóttir

„Maður á eig­in­lega ekki orð til að lýsa þessu,“ seg­ir Krist­borg Þórs­dótt­ir forn­leifa­fræðing­ur um upp­lif­un sína af því að standa inn í einu heil­leg­asta vík­inga­ald­ar mann­virki sem hún leiðir nú rann­sókn á í Odda á Rangár­völl­um. Um er að ræða mann­gerða hella sem talið er að hafa verið grafn­ir út á miðri tí­undu öld.

„Stærðin á þess­um mann­virkj­um er svo mik­il, það hafa ekki verið rann­sökuð svona stór mann­virki og alls ekki frá þess­um tíma á Íslandi.“

Í prufu­sk­urði árið 2018 fannst uppist­and­andi mann­gerður hell­ir á svæðinu sem þótti merki­leg­ur fund­ur. Var talið mik­il­vægt að halda áfram rann­sókn á hon­um en síðar kom í ljós mun stærri hell­ir sem var sam­tengd­ur hon­um sem nú er verið að rann­saka.

„Núna er bara búið að opna þenn­an stóra hrunda helli að hluta sem litli hell­ir­inn okk­ar tengd­ist inn í. Við eig­um ennþá eft­ir að grafa lengra niður, við erum bara að vinna í að gera þess­ar aðstæður ör­ugg­ar, þetta er orðið mjög djúpt og ótryggt bergið. Það hef­ur tekið svo­lít­inn tíma.“

Krist­borg seg­ir mikið af nýj­um og mik­il­væg­um upp­lýs­ing­um vera að koma í ljós um tækn­ina sem Íslend­ing­ar bjuggu yfir á þess­um tíma og hefðirn­ar sem voru við líði og eru jafn­vel enn.

Hér má sjá fornleifafræðinga að störfum.
Hér má sjá forn­leifa­fræðinga að störf­um. Ljós­mynd/​Forn­leif­a­stofn­un Íslands

Í kappi við tím­an

Krist­borg seg­ir rann­sókn­ina einnig ein­staka að því leyt­inu til hvað aðstæður eru krefj­andi á vett­vangi. Huga þarf vel að ör­yggi á vett­vangi, sér­stak­lega meðal þeirra sem grafa út hell­inn sem er á þó nokkru dýpi.

„Þetta berg er svo gljúpt að það moln­ar niður fyr­ir aug­un­um á okk­ur,“ seg­ir Krist­borg.

„Við erum bara með tak­markað fjár­magn og tíma og svo veit maður aldrei hvað ger­ist á næsta ári. Kannski get­um við haldið áfram, kannski ekki. Svo alltaf milli ára tap­ast eitt­hvað af upp­lýs­ing­um, varðveisl­an versn­ar.“

Þverfag­leg rann­sókn

Rann­sókn­in sem hóp­ur­inn stend­ur í núna hef­ur staðið yfir frá ár­inu 2020 og er hún hluti af Odd­a­rann­sókn­inni sem er þverfag­leg rann­sókn á Odda. Mark­mið henn­ar er að varpa ljósi á rit­menn­ing­una þar á miðöld­um og er ár­hersla lögð á 11. og 12. öld, þegar veldi Odda­verja stóð sem hæst. Gjósku­lög benda þó til að hell­ir­inn sem nú er skoðaður, hafi verið graf­inn fyr­ir þann tíma.

Áður en rann­sókn­in hófst var fjöldi áður óþekktra minja skráður, þar á meðal fjöldi mann­gerðra hella og forn­ar minj­ar við Kamp­hól.

Notk­un hell­anna er ekki tal­in hafa staðið yfir í lang­an tíma þar sem sand­steinn­inn sem þeir voru grafn­ir í er gljúp­ur. Ent­ust þeir því illa.

Ljós­mynd/​Forn­leif­a­stofn­un Íslands

Mikið kerfi af hell­um

Að sögn Krist­borg­ar gæti hell­ir­inn sem nú er rann­sakaður verið Nauta­hell­ir sem nefnd­ur er í Jarteina­bók Þor­láks helga bisk­ups. Í frá­sögn bisk­ups­ins kem­ur fram að Nauta­hell­ir Odda hafi hrunið og eitt naut af tólf hafi verið bjargað út úr rúst­un­um fyr­ir áheit á Þor­lák.

„Þó þetta sé eldra en það þá er lík­legt að þetta hafi verið notað fyr­ir bú­fénað. Hvort það hafi verið þessi til­teknu naut, vit­um við ekki. En notk­un­ar­saga er nátt­úru­lega lengri en við höf­um náð að rekja ennþá.“

Seg­ir hún þetta mun flókn­ari saga en virðist við fyrstu sýn.

„Þetta eru gríðarlega stór mann­virki og ótrú­lega mikið kerfi af hell­um sem við erum bara rétt byrjuð að átta okk­ar á.“

Bergið ótryggt

Eins og áður sagði hef­ur komið í ljós að hell­ir­inn hafi verið graf­inn fyr­ir 1100. Að sögn Krist­borgu þykir ekki ólík­legt að hann hafi verið kom­inn úr notk­un snemma á 12. öld. Kom það rann­sókn­ar­hópn­um nokkuð á óvart.

„En svo er þetta lengri og flókn­ari saga hérna í notk­un þess­ara hella og við erum aðeins byrjuð að sjá það en þetta er svo um­fangs­mikið að við get­um aðeins skoðað lít­inn hluta núna. Svo þyrfti að ráðast í miklu miklu stærri rann­sókn hérna með miklu meiri mann­skap ef það á að fá ein­hvern botn í þetta og rekja þessa sögu al­veg, þessa notk­un­ar­sögu hell­anna hérna.“

Ljós­mynd/​Forn­leif­a­stofn­un Íslands
HEIMILDmbl.is
spot_img

MEST LESIÐ:

Oddafélagið 25 ára

Félagið var stofnað árið 1990 og varð 25 ára þann 1. desember 2015. Formaður þess frá upphafi hefur verið dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur.

Oddastefna 2016

Oddastefna var haldin með stæl á Hótel Stracta...........

Listsýning Oddanema

Á Oddastefnu 2016 sagði Þórhalla Sigmundsdóttir kennari við Grunnskólann á Hellu frá verkefni sem grunnskólabörn unnu í vetur um sögu Sæmundar fróða.

Hugarflug á Oddastefnu 2016

Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.