HeimFréttir og greinarFréttir af uppgreftri í Odda á mbl.is

Fréttir af uppgreftri í Odda á mbl.is

Hellarnir mögulega eldri en gert var ráð fyrir

Frá einu heillegasta mannvikri á Íslandi sem hefur verið rannsakað …
Frá einu heillegasta mannvirki á Íslandi sem hefur verið rannsakað hingað til. Ljósmynd/Lísabet Guðmundsdóttir

„Maður á eig­in­lega ekki orð til að lýsa þessu,“ seg­ir Krist­borg Þórs­dótt­ir forn­leifa­fræðing­ur um upp­lif­un sína af því að standa inn í einu heil­leg­asta vík­inga­ald­ar mann­virki sem hún leiðir nú rann­sókn á í Odda á Rangár­völl­um. Um er að ræða mann­gerða hella sem talið er að hafa verið grafn­ir út á miðri tí­undu öld.

„Stærðin á þess­um mann­virkj­um er svo mik­il, það hafa ekki verið rann­sökuð svona stór mann­virki og alls ekki frá þess­um tíma á Íslandi.“

Í prufu­sk­urði árið 2018 fannst uppist­and­andi mann­gerður hell­ir á svæðinu sem þótti merki­leg­ur fund­ur. Var talið mik­il­vægt að halda áfram rann­sókn á hon­um en síðar kom í ljós mun stærri hell­ir sem var sam­tengd­ur hon­um sem nú er verið að rann­saka.

„Núna er bara búið að opna þenn­an stóra hrunda helli að hluta sem litli hell­ir­inn okk­ar tengd­ist inn í. Við eig­um ennþá eft­ir að grafa lengra niður, við erum bara að vinna í að gera þess­ar aðstæður ör­ugg­ar, þetta er orðið mjög djúpt og ótryggt bergið. Það hef­ur tekið svo­lít­inn tíma.“

Krist­borg seg­ir mikið af nýj­um og mik­il­væg­um upp­lýs­ing­um vera að koma í ljós um tækn­ina sem Íslend­ing­ar bjuggu yfir á þess­um tíma og hefðirn­ar sem voru við líði og eru jafn­vel enn.

Hér má sjá fornleifafræðinga að störfum.
Hér má sjá forn­leifa­fræðinga að störf­um. Ljós­mynd/​Forn­leif­a­stofn­un Íslands

Í kappi við tím­an

Krist­borg seg­ir rann­sókn­ina einnig ein­staka að því leyt­inu til hvað aðstæður eru krefj­andi á vett­vangi. Huga þarf vel að ör­yggi á vett­vangi, sér­stak­lega meðal þeirra sem grafa út hell­inn sem er á þó nokkru dýpi.

„Þetta berg er svo gljúpt að það moln­ar niður fyr­ir aug­un­um á okk­ur,“ seg­ir Krist­borg.

„Við erum bara með tak­markað fjár­magn og tíma og svo veit maður aldrei hvað ger­ist á næsta ári. Kannski get­um við haldið áfram, kannski ekki. Svo alltaf milli ára tap­ast eitt­hvað af upp­lýs­ing­um, varðveisl­an versn­ar.“

Þverfag­leg rann­sókn

Rann­sókn­in sem hóp­ur­inn stend­ur í núna hef­ur staðið yfir frá ár­inu 2020 og er hún hluti af Odd­a­rann­sókn­inni sem er þverfag­leg rann­sókn á Odda. Mark­mið henn­ar er að varpa ljósi á rit­menn­ing­una þar á miðöld­um og er ár­hersla lögð á 11. og 12. öld, þegar veldi Odda­verja stóð sem hæst. Gjósku­lög benda þó til að hell­ir­inn sem nú er skoðaður, hafi verið graf­inn fyr­ir þann tíma.

Áður en rann­sókn­in hófst var fjöldi áður óþekktra minja skráður, þar á meðal fjöldi mann­gerðra hella og forn­ar minj­ar við Kamp­hól.

Notk­un hell­anna er ekki tal­in hafa staðið yfir í lang­an tíma þar sem sand­steinn­inn sem þeir voru grafn­ir í er gljúp­ur. Ent­ust þeir því illa.

Ljós­mynd/​Forn­leif­a­stofn­un Íslands

Mikið kerfi af hell­um

Að sögn Krist­borg­ar gæti hell­ir­inn sem nú er rann­sakaður verið Nauta­hell­ir sem nefnd­ur er í Jarteina­bók Þor­láks helga bisk­ups. Í frá­sögn bisk­ups­ins kem­ur fram að Nauta­hell­ir Odda hafi hrunið og eitt naut af tólf hafi verið bjargað út úr rúst­un­um fyr­ir áheit á Þor­lák.

„Þó þetta sé eldra en það þá er lík­legt að þetta hafi verið notað fyr­ir bú­fénað. Hvort það hafi verið þessi til­teknu naut, vit­um við ekki. En notk­un­ar­saga er nátt­úru­lega lengri en við höf­um náð að rekja ennþá.“

Seg­ir hún þetta mun flókn­ari saga en virðist við fyrstu sýn.

„Þetta eru gríðarlega stór mann­virki og ótrú­lega mikið kerfi af hell­um sem við erum bara rétt byrjuð að átta okk­ar á.“

Bergið ótryggt

Eins og áður sagði hef­ur komið í ljós að hell­ir­inn hafi verið graf­inn fyr­ir 1100. Að sögn Krist­borgu þykir ekki ólík­legt að hann hafi verið kom­inn úr notk­un snemma á 12. öld. Kom það rann­sókn­ar­hópn­um nokkuð á óvart.

„En svo er þetta lengri og flókn­ari saga hérna í notk­un þess­ara hella og við erum aðeins byrjuð að sjá það en þetta er svo um­fangs­mikið að við get­um aðeins skoðað lít­inn hluta núna. Svo þyrfti að ráðast í miklu miklu stærri rann­sókn hérna með miklu meiri mann­skap ef það á að fá ein­hvern botn í þetta og rekja þessa sögu al­veg, þessa notk­un­ar­sögu hell­anna hérna.“

Ljós­mynd/​Forn­leif­a­stofn­un Íslands
HEIMILDmbl.is
spot_img

MEST LESIÐ:

Fréttir af uppgreftri í Odda á mbl.is

Hellarnir mögulega eldri en gert var ráð fyrir

Elsta hús á Íslandi

Fimmtudaginn 24. ágúst kl. 20.00 verður boðið upp á leiðsögn um uppgraftarsvæðið í Odda á Rangárvöllum.

Hauststefna Oddafélagsins 22. september

Hauststefna Oddafélagsins um Oddarannsókn verður haldin í stofu 101 í Lögbergi, húsi Háskóla Íslands, föstudaginn 22. september kl. 13.15