HeimFréttir og greinarSæmundarstund 20. mars kl. 12.30

Sæmundarstund 20. mars kl. 12.30

Sæmundarstund verður að venju við styttu Ásmundar Sveinssonar, Sæmundur á selnum, í Skeifunni fyrir framan Háskóla Íslands.

Sæmundarstund verður að venju við styttu Ásmundar Sveinssonar, Sæmundur á selnum, í Skeifunni fyrir framan Háskóla Íslands. Ef illa viðrar færist athöfnin inn í anddyri aðalbyggingar Háskólans.

 

Háskóli Íslands, Stúdentaráð og leikskólinn Mánagarður ásamt Oddafélaginu minnast Sæmundar fróða Sigfússonar (1056-1133) frá Odda á Rangárvöllum, en þessi minningarstund hefur verið haldin reglulega síðan á 100 ára afmæli Háskóla Íslands árið 2011, og er jafnan haldin á degi nálægt vorjafndægrum.

 

Dagskrá Sæmundarstundar 20. mars 2024
Kl. 12:30 – 13:00
1. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, flytur ávarp.
2. „Kór Sæmundarstundar“. Börn í leikskólanum Mánagarði syngja tvö lög.
3. Þór Jakobsson, fyrrverandi formaður Oddafélagsins, greinir í örfáum orðum frá sögu og tilgangi Sæmundarstundar.
4. Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði, flytur ávarp.
5. Rakel Anna Boulter, forseti Stúdentaráðs, flytur ávarp.
6. Börnin í Mánagarði syngja eitt til tvö lög.
7. Sæmundarstund slitið
spot_img

MEST LESIÐ:

Oddafélagið 25 ára

Félagið var stofnað árið 1990 og varð 25 ára þann 1. desember 2015. Formaður þess frá upphafi hefur verið dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur.

Oddastefna 2016

Oddastefna var haldin með stæl á Hótel Stracta...........

Listsýning Oddanema

Á Oddastefnu 2016 sagði Þórhalla Sigmundsdóttir kennari við Grunnskólann á Hellu frá verkefni sem grunnskólabörn unnu í vetur um sögu Sæmundar fróða.

Hugarflug á Oddastefnu 2016

Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.