HeimFréttir og greinarFornleifaskóli unga fólksins 2019

Fornleifaskóli unga fólksins 2019

Ungir Rangæingar grafast fyrir um fortíðina.

Vorið 2019 var fornleifaskóli unga fólksins haldinn öðru sinni í Odda en um er að ræða samstarf Oddarannsóknarinnar og allra grunnskóla í Rangárvallasýslu.

Það voru nemendur úr Grunnskólanum á Hvolsvelli og Laugalandi sem tóku þátt að þessu sinni en áður hafði sjöundi bekkur Helluskóla riðið á vaðið vorið 2018.

Kristborg Þórsdóttir, Hulda Björk Guðmundsdóttir og Lilja Björk Pálsdóttir frá Fornleifastofnun héldu utan um kennsluna í góðri samvinnu við umsjónarkennara skólanna. Forneifaskólinn er vonandi kominn til að vera!

Fornleifaskóli 2019 b

 

Hér eru frekari upplýsingar um Fornleifaskóla 2019

 

spot_img

MEST LESIÐ:

Halldór í Holti styður uppbyggingu í Odda

Séra Halldór í Holti hvatti til sameiningar sveitarfélaga og samvinnu um uppbyggingu í Odda.