Föstudaginn 5. ágúst sl. kom Steinunn Kristjánsdóttir prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands ásamt fríðu föruneyti í Odda til að gera fyrstu tilraunir með jarðsjá á Oddastað.
Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.