HeimFréttir og greinarFjölmenni á Vigdísarvöku

Fjölmenni á Vigdísarvöku

Það var húsfyllir á Vigdísarvöku sem Oddafélagið stóð fyrir í Norræna húsinu föstudaginn 2. desember s.l.

Tilefnið var að heiðra Frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta en Oddafélagið hefur notið ómetanlegrar velvildar og hvatningar hennar frá fyrstu tíð. Vigdís var útnefnd heiðursfélagi við þetta tilefni.

Dagskrá Vigdísarvöku heppnaðist afar vel en dagskráin hófst með glæsilegum tónlistarflutningi frá Tónlistarskóla Rangæinga sem einmitt á 60 ára starfsafmæli um þessar mundir. Hákon Kári Einarsson lék á píanó  Moonlight eftir William Gillocken og Árný Gestsdóttir söng við undirleik Guðjóns Halldórs Óskarssonar Á jólanótt eftir Jón Ásgeirsson við texta Gunnars Dal. Þá steig leikkonan Guðrún S. Gísladóttir á stokk og flutti stórskemmtilegan texta frá eigin brjósti með tilvísunum í Rangæska tilveru fyrr á tíð og barnakór frá Mánagarði heiðraði samkomuna með kraftmiklum söng.

vigdisarvaka_vf
Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti ávarp
vigdisarvaka_tonrang1
Hákon Einarsson píanónemi við Tónlistarskóla Rangæinga

 

IMG_7623.JPG
Guðjón Halldór Óskarsson píanókennari og Árný Gestsdóttir söngnemi frá Tónlistarskóla Rangæinga
vigdisarvaka_oe
Ólafur Egilsson fyrrv. sendiherra sagði sögu listaverks Ásgríms myndhöggvara – Sæmundar á Selnum
vigdisarvaka_io
Ingibjörg Ólafsdóttir sagnfræðingur fór yfir sögu Odda
vigdisarvaka_vg
Vala Gunnarsdóttir fornleifafræðingur sagði frá Oddarannsókn
vigdisarvaka_gsg
Guðrún S. Gísladóttir steig á stokk
clcl
Krakkarnir frá leikskólanum Mánagarði sungu nokkur lög
spot_img

MEST LESIÐ:

Hugmynd í þróun: Sæmundarstofa og Oddakirkja

Þegar um svo merkan og mikilvægan þjóðmenningarstað sem Odda er að ræða verður að vanda til verka og hugsa til framtíðar.

Jarðsjá og drónaflug

Föstudaginn 5. ágúst sl. kom Steinunn Kristjánsdóttir prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands ásamt fríðu föruneyti í Odda til að gera fyrstu tilraunir með jarðsjá á Oddastað.

Tillaga að Sæmundarstofu kynnt á Oddastefnu

Glæsileg tillaga að Sæmundarstofu, menningar- og fræðasetri í Odda, verður kynnt á Oddastefnu, laugardaginn 20. maí.

Ráðherra heimsækir Odda

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, kynnti sér Oddarannsóknina og framtíðaráform Oddafélagsins um uppbyggingu menningar- og fræðaseturs í Odda.