HeimFréttir og greinarHeiðursfélagi Þór

Heiðursfélagi Þór

Á fundi stjórnar Oddafélagsins þann 21. september sl. var einróma samþykkt að gera dr. Þór Jakobsson að heiðursfélaga í Oddafélaginu.

Framlag Þórs við að halda merki Odda á Rangárvöllum hátt á lofti hefur verið ómetanlegt og Oddafélagið á honum sína tilveru að þakka en Þór var formaður félagsins í aldarfjórðung allt frá stofnun þess árið 1990. Oddafélagar notuðu tækifærið að heiðra Þór í 80 ára afmælisveislu hans sem haldin var í Perlunni að viðstöddu fjölmenni þann 5. október sl.

Á heiðursskjali sem Þór var afhent ásamt myndarlegum blómvendi við þetta tækifæri stendur „Hafðu heila þökk fyrir ómetanlegt starf í þágu þess að gera Odda á Rangárvöllum að miðstöð menningar á nýjan leik“

 

spot_img

MEST LESIÐ:

Oddafélagið 25 ára

Félagið var stofnað árið 1990 og varð 25 ára þann 1. desember 2015. Formaður þess frá upphafi hefur verið dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur.

Oddastefna 2016

Oddastefna var haldin með stæl á Hótel Stracta...........

Listsýning Oddanema

Á Oddastefnu 2016 sagði Þórhalla Sigmundsdóttir kennari við Grunnskólann á Hellu frá verkefni sem grunnskólabörn unnu í vetur um sögu Sæmundar fróða.

Hugarflug á Oddastefnu 2016

Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.