Sæmundarstund

Það var skemmtilegt stemning sem myndaðist við styttu Sæmundar fyrir framan Háskóla Íslands í gær þegar Sæmundarstund var haldin á vorjafndægri

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands flutti ávarp, minntist Sæmundar og sögu Odda á Rangárvöllum. Einnig flutti ávarp Þór Jakobsson heiðursfélagi Oddafélagsins og fyrrum formaður þess.

Börnin úr leikskólanum Mánagarði mættu við styttuna og tóku lagið af fullum krafti. Áður hafði háskólakórinn flutt 2 lög undir stjórn Guðsteins Ólafssonar og Ási Þórðarson varaformaður stúdentaráðs flutt ávarp. Skemmtileg stund í hádeginu.

spot_img

MEST LESIÐ:

Sr. Geir og frú Dagný heiðruð í Reykholti

Sóknarnefnd og söfnuður Reykholtsprestakalls bauð þeim heiðurshjónum, sr. Geir Waage og frú Dagnýju Emilsdóttur, til hátíðardagskrár í Reykholti þar sem þeim var þakkað fyrir...