HeimFréttir og greinarRáðherra heimsækir Odda

Ráðherra heimsækir Odda

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, kynnti sér Oddarannsóknina og framtíðaráform Oddafélagsins um uppbyggingu menningar- og fræðaseturs í Odda.

Góðum gestum var fagnað í Odda þann 5. maí s.l. þegar Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra heimsótti Odda og hitti að máli Ágúst Sigurðsson formann Oddafélagsins, Helga Þorláksson prófessor, stjórnarmann í Oddafélaginu og verkefnisstjóra Oddarannsóknarinnar, og Kristborgu Þórsdóttur, fornleifafræðing og stjórnanda fornleifarannsókna í Odda.

Helgi Þorláksson, Ágúst Sigurðsson, Lilja Alfreðsdóttir og Guðni Ágústsson við fornleifauppgröftinn.

Ráðherra fékk leiðsögn Kristborgar um fornleifauppgröftinn og leit einnig inn á vinnustofu Oddafélagsins í Ekru og skoðaði hið merka safn fræðibóka og tímarita sem þar er nú að finna.

Á sameiginlegum fundi í
Oddakirkju kynnti Helgi Þorláksson bókmennta- og sagnfræðirannsókn Oddaverkefnisins og Kristborg Þórsdóttir fornleifarrannsókn verkefnisins. Ágúst Sigurðsson hélt kynningu á  Sæmundarstofu-verkefninu, þar sem hugmynd og tillaga Sigríðar Sigþórsdóttur, arkítekts hjá Basalt arkítektum var sýnd. Í framhaldinu urðu afar gagnlegar umræður um þýðingu og mögulega útfærslu þess mikilvæga verkefnis til að efla menningar- og sögustaðinn Odda til framtíðar.

Kristborg Þórsdóttir kynnir ráðherra framgang fornleifauppgraftar og rannsókna í Odda.

Oddafélagar og heimamenn voru afar ánægðir með heimsóknina og þakklátir ráðherra fyrir að gefa sér góðan tíma til að kynna sér þá starfsemi sem þegar er í gangi og þau framtíðaráform sem liggja fyrir.

Í fylgdarliði ráðherra voru þau Guðni Ágústsson fyrrv. ráðherra, Jóhanna Hreiðarsdóttir aðstoðarmaður ráðherra og Jón Þorvarður Sigurgeirsson efnahagsráðgjafi. Til að undirstrika samstöðu Rangárþings um uppbyggingu í Odda komu þeir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri í Rangárþingi ytra og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri í Ásahreppi til að taka á móti ráðherra.

Helgi Þorláksson afhenti ráðherra bók sína „Á sögustöðum“ sem kom út á síðasta ári.

 

spot_img

MEST LESIÐ:

Oddafélagið 25 ára

Félagið var stofnað árið 1990 og varð 25 ára þann 1. desember 2015. Formaður þess frá upphafi hefur verið dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur.

Oddastefna 2016

Oddastefna var haldin með stæl á Hótel Stracta...........

Listsýning Oddanema

Á Oddastefnu 2016 sagði Þórhalla Sigmundsdóttir kennari við Grunnskólann á Hellu frá verkefni sem grunnskólabörn unnu í vetur um sögu Sæmundar fróða.

Hugarflug á Oddastefnu 2016

Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.