HeimFréttir og greinarMenningardagskrá í Skálholti í dag

Menningardagskrá í Skálholti í dag

Á þessum degi, 7. nóvember, var Jón Arason Hólabiskup tekinn af lífi í Skálholti, ásamt sonum sínum tveimur, Birni og Ara, árið 1550.

Á þessum degi, 7. nóvember, var Jón Arason Hólabiskup tekinn af lífi í Skálholti, ásamt sonum sínum tveimur, Birni og Ara, árið 1550.

Menningardagskrá verður helguð herra Jóni Arasyni í Skálholti í dag og mun dr. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, flytja ávarp. Ásgeir sendi nýverið frá sér merka bók „Uppreisn Jóns Arasonar“ og hefur varpað nýju ljósi á samhengið í þessari átakasögu Íslands. Dagskráin í Skálholti hefst í kirkjunni kl. 16.00

Jón var síðasti kaþólski biskupinn, gott skáld, herskár athafnamaður, mikill gleðimaður og höfðingi heim að sækja, þrjóskur baráttumaður fyrir sjálfstæði Íslands og fyrsti prentsmiðjustjórinn, en hann flutti prentverk til Hóla árið 1530. Daði Guðmundsson í Snóksdal handtók þá feðga fyrir danska konungsvaldið.

Brynjólfur biskup Sveinsson í Skálholti var afkomandi Jóns Arasonar og þegar Daði Halldórsson gerðist biskupssveinn hafði Brynjólfur svo mikla ímugust á Daða-nafninu að hann kallaði Daða alltaf Davíð og skikkaði hann til að nota það nafn þegar Daði vottaði bréf eða samninga fyrir Brynjólf.

7. nóvember er stór örlagadagur í Íslandssögunni. Þótt Jón hafi aldrei formlega verið tekinn í dýrlingatölu hét alþýða manna á hann lengi eftir dauða hans.
spot_img

MEST LESIÐ:

Rannsóknir í Odda halda áfram

Fornleifastofnun Íslands heldur uppgeftri áfram í Odda í sumar.