HeimFréttir og greinarÞórður Tómasson í Skógum er látinn

Þórður Tómasson í Skógum er látinn

Heiðursfélagi Oddafélagsins, Þórður Tóm­as­son safn­vörður í Skóg­um und­ir Eyja­fjöll­um er lát­inn, 100 ára að aldri.

Heiðursfélagi Oddafélagsins og fyrsti handahafi gullmerkis félagsins, Þórður Tómasson í Skógum, er látinn, 100 ára að aldri. Oddafélagið þakkar honum langa og farsæla samfylgd og ósérhlífna baráttu fyrir björgun og varðveislu menningarverðmæta og menningarsögu Rangárþings. Afrek Þórðar og verk hans munu lengi lifa.

Hér fyrir neðan er umfjöllun Morgunblaðsins:

Þórður Tóm­as­son safn­vörður í Skóg­um und­ir Eyja­fjöll­um er lát­inn, 100 ára að aldri. Hann lést á Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands á Sel­fossi síðastliðinn fimmtu­dag, 27. janú­ar.  Þórður var fædd­ur 28. apríl 1921, son­ur Tóm­as­ar Þórðar­son­ar, (1886-1976) og Krist­ín­ar Magnús­dótt­ur (1887-1975) bænda í Vallna­túni und­ir Vest­ur-Eyja­fjöll­um. Þórður, sem var var ann­ar í ald­urs­röð fjög­urra systkini, hóf um ferm­ing­ar­ald­ur að safna mun­um og minj­um í nærum­hverfi sín­um; verk­fær­um og öðrum grip­um úr gamla ís­lenska bænda­sam­fé­lag­inu sem þá var komið á und­an­hald.

Eft­ir ut­an­skóla­lest­ur lauk Þórður gagn­fræðaprófi frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík 1941. Sneri þá aft­ur til marg­vís­legra starfa á heima­slóð. Byggðasafnið í Skóg­um sett á lagg­irn­ar árið 1949, sama ár og starf­semi Héraðsskól­ans í Skóg­um hófst. Í nóv­em­ber um­rætt ár flutti Þórður muni þá sem hann hafði safnað heima í Vallna­túni að Skóg­um, en fyrsta sýn­ing nýs byggðasafns var í kjall­ara nýrr­ar skóla­bygg­ing­ar og var opnuð 1. des­em­ber sama ár.

Þórður var safn­vörður Byggðasafns­ins  í Skóg­um frá stofn­un þess og starfaði þar vel fram á 21. öld­ina. Var líf og sál­in í safn­inu og starfi þar, leiðsagði gest­um sem komu víða frá í ver­öld­inni en Þórður var sjálf­menntaður mælt­ur á mörg tungu­mál.

Fyrsta safna­húsið í Skóg­um var reist 1954-55 sem fljótt varð of lítið. Í dag eru hús Skóga­safns alls fimmtán. Í safn­inu eru tug­ir þúsunda muna, sem sýna vel breyt­ing­ar á verk­hátt­um á Íslandi á 20. öld­inni og þróun ís­lensk­ar menn­ing­ar yfir lang­an tíma. Á síðari ára­tug­um hef­ur í Skóg­um verið lögð sér­stök áhersla á að safna og sýna minj­ar sem tengj­ast sam­göngu­sögu Íslands, svo sem vega­gerð, fjar­skipt­um og fleiru slíku.

Þórður­ var org­an­isti við Ásólfs­skála­kirkju og síðar við Ey­vind­ar­hóla­kirkju og sat í sókn­ar­nefnd­um þar. Hann var full­trúi í sýslu­nefnd Rangár­valla­sýslu 1979-89 auk þess að gegna ýms­um trúnaðar­störf­um í heima­héraði sínu. Eft­ir Þórð liggja mörg rit um þjóðfræði og sagn­fræði í bók­um, ýms­um tíma­rit­um og blöðum.  Þá safnaði hann ýms­um frá­sögn­um um ís­lenska þjóðhætti m.a. fyr­ir Þjóðminja­safn Íslands.

Á ald­araf­mæli sínu sendi hann frá sér bók­ina Stóra­borg, staður mann­lífs og menn­ing­ar. Þar seg­ir frá Stóru­borg und­ir Eyja­fjöll­umen í bæj­ar­hóln­um þar sem brimaði á bjargaði Þórður fjölda merkra og fornra muna. Dróg af þei­málykt­an­ir um mann­líf, bú­skap­ar­hætti og menn­ing­ar­sögu.

Árið 1962 stofnuðu Þórður og Jón R. Hjálm­ars­son sam­an tíma­ritið Goðastein og sáu um út­gáfu þess til árs­ins 1986. Á þjóðhátíðardag­inn,  17. júní 1997, var Þórður gerður að heiðurs­doktor við heim­speki­deild Há­skóla Íslands og árið 2001 var hann út­nefnd­ur heiðurs­borg­ari Aust­ur-Eyja­fjalla­hrepps. Hlaut jafn­framt ýms­ar aðrar viður­kenn­ing­ar

Þórður var ókvænt­ur og barn­laus, en hélt lengi heim­ili í Skóg­um með Guðrúnu syst­ur sinni og fjöl­skyldu henn­ar. Útför Þórðar fer fram í kyr­rey, að eig­in ósk. Jarðsett verður í kirkju­g­arðinum í Ásólfs­skála und­ir Vest­ur-Eyja­fjöll­um.

spot_img

MEST LESIÐ:

Fréttir af uppgreftri í Odda á mbl.is

Hellarnir mögulega eldri en gert var ráð fyrir

Rannsóknir í Odda halda áfram

Fornleifastofnun Íslands heldur uppgeftri áfram í Odda í sumar.