HeimFréttir og greinarLandinn heimsækir Fornleifaskólann í Odda

Landinn heimsækir Fornleifaskólann í Odda

Viðtöl við nemendur Fornleifaskólans verða í Landanum sunnudaginn 16. maí.

Edda Sif Pálsdóttir, einn umsjónarmanna Landans, kom í Odda ásamt myndatökumanninum Magnúsi Atla Magnússyni að kynna sér starfssemi Fornleifaskóla unga fólksins.

Sæmundur fróði ásamt Magnúsi Atla og Eddu Sif.

Það voru krakkar úr 7. bekk Hvolsskóla sem tóku á móti þeim og sögðu frá uppgreftri morgunsins, gripaskráningu og skýrslugerð.

Nemendur 7. bekkjar Hvolsskóla skrá gripafund morgunsins.

Krakkarnir voru til mikils sóma og stóðu sig frábærlega fyrir framan myndavélina. Upptakan verður sýnd í þætti Landans sem er á dagskrá sunnudaginn 16. maí.

spot_img

MEST LESIÐ:

Sr. Geir og frú Dagný heiðruð í Reykholti

Sóknarnefnd og söfnuður Reykholtsprestakalls bauð þeim heiðurshjónum, sr. Geir Waage og frú Dagnýju Emilsdóttur, til hátíðardagskrár í Reykholti þar sem þeim var þakkað fyrir...