HeimFréttir og greinarLandinn heimsækir Fornleifaskólann í Odda

Landinn heimsækir Fornleifaskólann í Odda

Viðtöl við nemendur Fornleifaskólans verða í Landanum sunnudaginn 16. maí.

Edda Sif Pálsdóttir, einn umsjónarmanna Landans, kom í Odda ásamt myndatökumanninum Magnúsi Atla Magnússyni að kynna sér starfssemi Fornleifaskóla unga fólksins.

Sæmundur fróði ásamt Magnúsi Atla og Eddu Sif.

Það voru krakkar úr 7. bekk Hvolsskóla sem tóku á móti þeim og sögðu frá uppgreftri morgunsins, gripaskráningu og skýrslugerð.

Nemendur 7. bekkjar Hvolsskóla skrá gripafund morgunsins.

Krakkarnir voru til mikils sóma og stóðu sig frábærlega fyrir framan myndavélina. Upptakan verður sýnd í þætti Landans sem er á dagskrá sunnudaginn 16. maí.

spot_img

MEST LESIÐ:

Oddafélagið 25 ára

Félagið var stofnað árið 1990 og varð 25 ára þann 1. desember 2015. Formaður þess frá upphafi hefur verið dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur.

Oddastefna 2016

Oddastefna var haldin með stæl á Hótel Stracta...........

Listsýning Oddanema

Á Oddastefnu 2016 sagði Þórhalla Sigmundsdóttir kennari við Grunnskólann á Hellu frá verkefni sem grunnskólabörn unnu í vetur um sögu Sæmundar fróða.

Hugarflug á Oddastefnu 2016

Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.