HeimFréttir og greinarElsta hús á Íslandi

Elsta hús á Íslandi

Fimmtudaginn 24. ágúst kl. 20.00 verður boðið upp á leiðsögn um uppgraftarsvæðið í Odda á Rangárvöllum.

Í Morgunblaðinu í dag er viðtal við Kristborgu Þórsdóttur vegna fornleifarannsókna í Odda. Þar segir hún að rannsóknin felist í að kanna efnahagslegar undirstöður höfðingjaveldisins sem var í Odda á miðöldum.

Kristborg Þórsdóttir, fornleifafræðingur.

„Við höfum aðallega verið að rannsaka kerfi af manngerðum hellum sem hafa reynst eldri en við héldum fyrst. Þeir eru sennilega grafnir út að megninu til um miðja tíundu öld.“ Hluti þeirra fór úr notkun um hundrað árum síðar en einhverjir voru notaðir áfram. „Allt þetta kerfi er hrunið fyrir löngu en við fundum lítinn helli, sem er þá elsta hús undir þaki, ef svo mætti segja á Íslandi, frá því um 950.“

Fimmtudaginn 24. ágúst kl. 20.00 verður boðið upp á leiðsögn um uppgraftarsvæðið í Odda á Rangárvöllum. Kristborg Þórsdóttir, stjórnandi rannsóknarinnar, mun sýna og segja frá því helsta sem komið hefur í ljós frá því uppgröftur á kerfi manngerðra hella hófst fyrir fjórum árum. Leiðsögnin verður farin frá Langekru þar sem gestir geta lagt bílum sínum.

spot_img

MEST LESIÐ:

Oddafélagið 25 ára

Félagið var stofnað árið 1990 og varð 25 ára þann 1. desember 2015. Formaður þess frá upphafi hefur verið dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur.

Oddastefna 2016

Oddastefna var haldin með stæl á Hótel Stracta...........

Listsýning Oddanema

Á Oddastefnu 2016 sagði Þórhalla Sigmundsdóttir kennari við Grunnskólann á Hellu frá verkefni sem grunnskólabörn unnu í vetur um sögu Sæmundar fróða.

Hugarflug á Oddastefnu 2016

Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.