HeimFréttir og greinarAukinn kraftur í Oddaverkefni

Aukinn kraftur í Oddaverkefni

Veglegur styrkur til fornleifarannsókna í Odda í sumar.

Undanfarin ár hefur farið fram uppgröftur á manngerðum hellum í Odda auk annarra fornleifarannsókna í Oddarannsókninni, þverfaglegu verkefni sem styrkt hefur verið af RÍM sjóðnum.

Tvö ár eru eftir af því verkefni og færist áherslan á frekari úrvinnslu gagna sem aflað hefur verið, útgáfu og ráðstefnur. Enn er þó stór hluti hellakerfisins í Odda órannsakaður og var þess því freistað að leita styrkja til áframhaldandi rannsókna til Fornminjasjóðs.

Þau gleðilegu tíðindi bárust á dögunum að rannsóknin fær veglegan styrk úr sjóðnum þannig að rannsóknin mun halda áfram í sumar. Unnið verður að því að grafa upp annan af tveimur gríðarstórum hrundum hellum syðst í túninu í Odda, þar sem fyrri rannsóknir
hafa farið fram.

spot_img

MEST LESIÐ:

Fréttir af uppgreftri í Odda á mbl.is

Hellarnir mögulega eldri en gert var ráð fyrir

Jarðsjá og drónaflug

Föstudaginn 5. ágúst sl. kom Steinunn Kristjánsdóttir prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands ásamt fríðu föruneyti í Odda til að gera fyrstu tilraunir með jarðsjá á Oddastað.

Nýjar tilgátur um Njálu

Flest öndvegisrit okkar frá miðöldum eru sprottin úr Reykholtsskólanum - og líklega sjálf Njála okkar Rangæinga.

Aukinn kraftur í Oddaverkefni

Veglegur styrkur til fornleifarannsókna í Odda í sumar.