Vorið 2019 var fornleifaskóli unga fólksins haldinn öðru sinni í Odda en um er að ræða samstarf Oddarannsóknarinnar og allra grunnskóla í Rangárvallasýslu.
Árið sem nú rennur brátt sitt skeið hefur verið afar viðburðaríkt hjá okkur í Oddafélaginu. Þar ber hæst ótrúlega magnað upphaf fornleifarannsókna í Odda en strax í fyrstu skrefum þeirra kom staðfesting þess sem marga grunaði – fornar og merkar minjar hvíla um allt á hinni sögustóru fold.
Miðvikudaginn 6. júní 2018 mætti Kristborg Þórsdóttir ásamt fólki sínu til að hefja fornleifarannsóknir í Odda með áherslu á Sæmundarhellana svokölluðu við Langekru.