HeimFréttir og greinarOddarannsóknin fær byr undir vængi

Oddarannsóknin fær byr undir vængi

Þau tímamót urðu í gær að Oddarannsóknin hlaut rannsóknarstyrk úr s.k. RÍM sjóði ríkisstjórnarinnar við hátíðlega athöfn í Reykholti. Helgi Þorláksson prófessor sem fer fyrir rannsókninni fyrir hönd Oddafélagsins tók við 7 mkr styrk fyrir þetta ár úr hendi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Þetta skiptir miklu máli og nú verður hægt að hefjast handa við rannsóknir á Fornleifum, Umhverfi og mannvist og Lærdóms-, kirkju og valdamiðstöðinni í Odda. Þetta eru frábærar fréttir – til hamingju Oddi – þinn tími er kominn!

spot_img

MEST LESIÐ:

Oddafélagið 25 ára

Félagið var stofnað árið 1990 og varð 25 ára þann 1. desember 2015. Formaður þess frá upphafi hefur verið dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur.

Oddastefna 2016

Oddastefna var haldin með stæl á Hótel Stracta...........

Listsýning Oddanema

Á Oddastefnu 2016 sagði Þórhalla Sigmundsdóttir kennari við Grunnskólann á Hellu frá verkefni sem grunnskólabörn unnu í vetur um sögu Sæmundar fróða.

Hugarflug á Oddastefnu 2016

Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.