HeimFréttir og greinarOddahátíð 3. júlí

Oddahátíð 3. júlí

Í tilefni af 30 ára afmæli Oddafélagsins á síðasta ári bjóðum við til mikillar tónlistarhátíðar í Odda á Rangárvöllum laugardaginn 3. júlí.

Sinfóníuhljómsveit Suðurlands, undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar ásamt Kvennakórnum Ljósbrá, Karlakór Rangæinga, félögum úr Kammerkór Rangæinga og Eyjólfi Eyjólfssyni einsöngvara.

 

Gestum býðst að kaupa afmælismerki félagsins til styrktar undirbúningi að uppbyggingu Sæmundarstofu, menningar- og fræðaseturs í Odda.

 

Dagskrá:

10:20 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra opnar nýja leið um Oddabrú ásamt forstjóra Vegagerðarinnar og sveitarstjóra Rangárþings ytra. Séra Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur í Odda flytur blessunarorð.

11:00 Helgistund í Oddakirkju. Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir

11.45 Veitingar í veislutjaldi. Kvenfélag Oddakirkju.

12:15 Ágúst Sigurðsson, formaður Oddafélagsins, setur hátíðina.

12.30 Ávarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra.

13:00 Sinfóníuhljómsveit Suðurlands ásamt Eyjólfi Eyjólfssyni einsöngvara, Kvennakórnum Ljósbrá, Karlakór Rangæinga og félögum úr Kammerkór Rangæinga undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar.

Í lok tónleikanna frumflytur hljómsveitin og kórarnir nýtt lag Gunnars Þórðarsonar við kvæði Matthíasar Jochumssonar: Á Gammabrekku.

Oddahátíð lýkur um kl. 14.

spot_img

MEST LESIÐ:

Hauststefna Oddafélagsins 22. september

Hauststefna Oddafélagsins um Oddarannsókn verður haldin í stofu 101 í Lögbergi, húsi Háskóla Íslands, föstudaginn 22. september kl. 13.15

Tillaga að Sæmundarstofu kynnt á Oddastefnu

Glæsileg tillaga að Sæmundarstofu, menningar- og fræðasetri í Odda, verður kynnt á Oddastefnu, laugardaginn 20. maí.

Elsta hús á Íslandi

Fimmtudaginn 24. ágúst kl. 20.00 verður boðið upp á leiðsögn um uppgraftarsvæðið í Odda á Rangárvöllum.