HeimFréttir og greinarFleiri fréttir af uppgreftri í Odda

Fleiri fréttir af uppgreftri í Odda

900 ára gömul hesta- og hundabein grafin upp í Odda

 22.05.2022 – 19:17

Átta hundruð ára gömul bein af hesti, hundum og kindum sem fundist hafa í hrundum manngerðum hellum geta varpað ljósi á dýralíf hér á landi fyrir níu hundruð árum. Dýrabein sem fundust við uppgröft að Odda á Rangárvöllum eru óvenjuvel varðveitt.

Fyrir nokkrum dögum grófu fornleifafræðingar sig niður á samfallinn manngerðan helli við Odda á Rangárvöllum. Gjóskulög sýna að hellirinn hrundi saman fyrir Heklugosið 1158. Hellarnir eru grafnir í sandstein sem er gljúpur og mjög óstöðugur á köflum.

Hamfarir þegar hellirinn féll saman ofan á búpening

„Markmið okkar með þessum rannsóknum er einmitt að komast hérna niður, komast helst niður í gólf og sjá bæði í hvað þessir hellar voru notaðir og svo náttúrulega er spurning hvaða áhrif þessar hamfarir hafa haft á þá sem mögulega voru hérna inni þegar þetta gerðist,“ segir Lísabet Guðmundsdóttir fornleifafræðingur.

Við kannski stöndum ofan á einhverjum dýrabeinum hérna?

„Já, og við erum búin að finna nokkur. Þannig að það var hérna hestur sem hefur verið hérna ofan í og hundur, tveir hundar meira að segja. Og kindur,“ segir Lísabet.

„Þetta er hundur sem fannst þar sem hellirinn hafði hrunið. Hann er býsna stór. Við getum ekki greint tegundina af höfuðkúpunni. Hundategundir hafa breyst þó nokkuð. En við getum sagt að hann var a.m.k. tveggja ára gamall,“ segir Grace Cesario dýrabeinafornleifafræðingur.

Afar vel varðveitt hesta- og hundabein

Hestabeinin virðast vera af einum hesti. Grace getur því raðað saman beinum í fæti hestsins og borið saman við legg hunds. Mikill stærðarmunur eru á þeim tveimur.

Beinin eru afar vel varðveitt. Grace segir bæði áhugavert að komast að því hvernig dýrahaldi var háttað í hellinum og líka komast að því hvers konar hestar voru á þessum tíma, fyrir a.m.k. 900 árum.

Hlöður, fjós og fjárhús í manngerðu hellunum

Hellirinn er hluti af af mjög stóru hellakerfi sem hefur að geyma marga metra af manngerðum hellum.

„Það eru hlöður og fjós og fjárhús og slíkt. Þannig að þetta hefur verið risastórt býli og hefur þurft að fæða marga og svo hefur það mögulega tengst handritagerð,“ segir Lísabet. Handritin voru skrifuð á sauðskinn og því hefur þurft að hafa töluvert fjár við hendina.

Í einum af hellunum hefur líklega verið jata og enn má greinilega sjá heyið sem var í jötunni fyrir 900 árum síðan.

Manngerða hellakerfið er einstakur fornleifafundur.

„Þetta er alveg ótrúlega skemmtileg vinna. Það er ekkert skemmtilegra,“ segir Lísabet.

HEIMILDruv.is
spot_img

MEST LESIÐ:

Elsta hús á Íslandi

Fimmtudaginn 24. ágúst kl. 20.00 verður boðið upp á leiðsögn um uppgraftarsvæðið í Odda á Rangárvöllum.