HeimFréttir og greinarViðtal Morgunblaðsins við Kristborgu Þórsdóttur fornleifafræðing

Viðtal Morgunblaðsins við Kristborgu Þórsdóttur fornleifafræðing

„Upp­gröft­ur­inn í mann­gerðum hell­um í Odda á Rangár­völl­um er ein­stak­ur. Það hef­ur ekki áður verið grafið í hell­um hér á landi sem hafa verið óraskaðir jafn lengi og þess­ir.“

Mergð manngerðra hella í Odda

• Hellarnir í Odda á Rangárvöllum geyma gólflög sem hafa verið óröskuð í mörg hundruð ár • Fjöldi áður óþekktra minja skráður í fyrra • Fornleifarannsóknir í Odda halda áfram í sumar

„Uppgröfturinn í manngerðum hellum í Odda á Rangárvöllum er einstakur. Það hefur ekki áður verið grafið í hellum hér á landi sem hafa verið óraskaðir jafn lengi og þessir. Hellir sem við erum að grafa upp núna hefur verið lokaður í minnst 800 ár. Það er alveg einstakt að komast í gólflög í mannvirki sem hefur verið óraskað jafn lengi og þetta,“ segir Kristborg Þórsdóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands og stjórnandi fornleifahluta Oddarannsóknarinnar. Hún er einnig ritstjóri nýrrar skýrslu um það sem ávannst í fornleifarannsókn í Odda 2020.

Fjöldi áður óþekktra minja var þá skráður. Þar ber hæst fjölda mann­gerðra hella og forn­ar minj­ar við Kamp­hól þar sem Þverá og Ytri-Rangá sam­ein­ast. Lík­legt þykir að þar séu minj­ar um selja­bú­skap Odd­astaðar frá fyrstu tíð. Þær þykja ein­stak­lega mik­il­væg­ar fyr­ir helsta mark­mið forn­leifa­rann­sókn­anna sem er að varpa ljósi á efna­hags­leg­ar und­ir­stöður miðstöðvar­inn­ar í Odda.

Þverfag­leg Odd­a­rann­sókn

Odda­fé­lagið fékk Krist­borgu og Forn­leif­a­stofn­un í lið með sér 2017 til að gera þriggja ára áætl­un fyr­ir forn­leifa­rann­sókn­ir í Odda. Gerður var prufu­sk­urður 2018 og þá fannst uppist­and­andi mann­gerður hell­ir. Það þótti merki­leg­ur fund­ur og mik­il­vægt var að halda áfram rann­sókn­um á hon­um, að sögn Krist­borg­ar.

Þverfag­leg Odd­a­rann­sókn á veg­um Odda­fé­lags­ins hlaut vorið 2020 styrk úr sjóðnum Rit­menn­ing ís­lenskra miðalda (RÍM). Mark­mið Odd­a­rann­sókn­ar­inn­ar er að varpa sem skýr­ustu ljósi á rit­menn­ingu í Odda á miðöld­um með áherslu á tíma­bilið 1100-1300. Rann­sókn­in skipt­ist í þrjá verkþætti: forn­leifa­rann­sókn, rann­sókn á um­hverfi og mann­vist og rann­sókn á miðstöðinni Odda. Forn­leifa­rann­sókn­in hófst síðasta sum­ar og var beitt fjöl­breytt­um rann­sókn­araðferðum við hana. All­ar sýni­leg­ar minj­ar í heima­túni Odda­hverf­is og út við Kamp­hól voru mæld­ar upp. Einnig var fjöldi minja skráður. Styrk­ur RÍM-sjóðsins gerði þetta kleift.

Mik­il valda­miðstöð í Odda

„Það var ekki hvaða staður sem var sem gat staðið und­ir gerð bók­mennta­verka á miðöld­um eins og talið er að Oddi hafi gert,“ seg­ir Krist­borg. „Þótt við séum ekki að leita að bein­um vís­bend­ing­um um hand­rita­gerð eða rit­un þá snýst rann­sókn­in m.a. um að skoða um­hverfið og und­ir­stöðurn­ar að þeirri valda­miðstöð sem þarna var.“

Upp­gröft­ur fór fram á tveim­ur stöðum í Hell­irs­döl­um sem eru í túni Odda. Á öðrum staðnum var graf­in upp bygg­ing fram­an við mann­gerðan helli frá miðri 10. öld. Hún kom í ljós við for­rann­sókn­ina 2018. Á hinum staðnum var graf­inn könn­un­ar­sk­urður við munna fall­ins mann­gerðs hell­is. Þar komu í ljós all­forn­ar bygg­ing­ar­leif­ar sem eru yngri en hinn hell­ir­inn og bygg­ing­in á hinu upp­graft­ar­svæðinu.

Lík­lega sam­tengt hella­kerfi

Vest­an við kirkj­una í Odda eru um­merki um fjölda hella. Þar hef­ur lík­lega verið sam­tengt hella­kerfi. „Það get­ur verið spurn­ing hvar einn hell­ir end­ar og ann­ar byrj­ar. Síðasta sum­ar taldi ég átján ný­fundna hella en það er ljóst að þetta er mjög mikið af hell­um og þeir eru úti um allt, einkum í tún­inu,“ seg­ir Krist­borg.

Ljóst er að hell­arn­ir voru grafn­ir út skömmu eft­ir að menn sett­ust fyrst að í Odda. Notk­un þeirra virðist líka hætt snemma vegna þess að sand­steinn­inn, sem þeir voru grafn­ir í, er gljúp­ur og því ent­ust hell­arn­ir illa.

Krist­borg sagði ekki vitað með vissu til hvers mann­gerðu hell­arn­ir voru notaðir í önd­verðu. Meira er vitað um notk­un þeirra á seinni öld­um. Ætla má að þeir hafi mikið verið notaðir sem gripa­hús og heyhlöður, skemm­ur og búr en einnig eru til dæmi um manna­bú­staði. Hell­arn­ir hafa tæp­lega verið vist­leg­ir íverustaðir vegna þess hvað þeir voru dimm­ir, rak­ir og kald­ir. Búr­hell­ar eru þekkt­ir á Ægissíðu við Hellu og eins á Gadd­stöðum sem eru ekki langt frá Odda.

Krist­borg seg­ir að í fyrstu hafi sér þótt sér­kenni­legt að hæsti hóll­inn, Gamla­brekka, sem er rétt við bæj­ar­stæðið, skyldi ekki hafa verið notaður til hella­gerðar í ljósi mik­ill­ar hella­gerðar­menn­ing­ar í Odda. „Þegar ég fór að skoða þetta bet­ur þá fann ég alla vega tvo hella í hóln­um. Við tók­um borkjarna við opið í þann sem er næst bæj­ar­stæðinu og þar virðast vera mjög forn­ar mann­vist­ar­leif­ar. Lík­lega frá miðri 10. öld eins og í hell­in­um sem við erum að grafa upp núna,“ seg­ir Krist­borg en eft­ir er að staðfesta þess­ar ald­urs­grein­ing­ar bet­ur með nán­ari rann­sókn­um.

Hell­ir­inn sem nú er unnið að upp­greftri á er ekki mjög stór, það sem sést er um 10 x 2,5 metr­ar að grunn­fleti en mikið hef­ur hrunið innst í hell­in­um. Þessi hell­ir hef­ur tengst öðrum risa­stór­um helli sem er fall­inn sam­an. Hann gæti mögu­lega verið Nauta­hell­ir sem nefnd­ur er í Jarteina­bók Þor­láks helga bisk­ups. Suðaust­an við hann er ann­ar gríðar­stór sam­fall­inn hell­ir. Graf­inn var könn­un­ar­sk­urður í munna hans. Þess­ir hell­ar mynda stóra sam­stæðu mann­gerðra hella. Krist­borg seg­ir að naut­gripa­hald hafi verið al­geng­ara á öld­um áður en síðar varð. Menn notuðu uxa sem drátt­ar­dýr, auk þess sem kýr voru mjólkaðar og naut­grip­um slátrað til mann­eld­is. Þá voru kálf­skinn notuð í skinn­hand­rit og nauts­húðir til margra nota.

Þykk jarðvegslög hylja

Búið er að grafa upp bygg­ingu sem var fyr­ir fram­an hell­inn sem nú er unnið í. Upp­gröft­ur inni í hell­in­um verður flókið úr­lausn­ar­efni, að sögn Krist­borg­ar. Styrkja þarf hell­isþakið til að tryggja ör­yggi þeirra sem munu vinna þar inni við upp­gröft­inn.

Þykk­ur jarðveg­ur hef­ur safn­ast ofan á minjarn­ar enda hef­ur verið mikið áfok á þess­um slóðum. Það tef­ur fyr­ir. Skurðgrafa var notuð í fyrra­sum­ar til að af­hjúpa tóft­ina fram­an við stóra hell­inn. „Við erum bara kom­in niður á mögu­lega fyrsta yf­ir­borð í gólf­inu þar. Mark­miðið í sum­ar er að klára að grafa inni í þess­ari tóft og rann­saka gólfin í henni. Mögu­lega finn­um við ein­hver um­merki um burðar­virki eða inn­rétt­ing­ar. Ætl­un­in er að kom­ast að því til hvers þessi tóft var notuð. Ýmis­legt bend­ir til þess að þetta hafi verið hlaða en hvort það var alltaf þannig er ekki vitað. Von­andi kom­umst við líka eitt­hvað inn í hell­inn, þótt ég sé ekki mjög bjart­sýn á það því tím­inn leyf­ir það ekki,“ seg­ir Krist­borg.

Í sum­ar á einnig að grafa könn­un­ar­sk­urð í forna tóft við Kamp­hól og kanna hvort það er seltóft og hve göm­ul hún er. Þar rétt hjá er lokaður mann­gerður hell­ir og lang­ar Krist­borgu að kanna hvað mann­virkið þar fyr­ir fram­an er gam­alt og hvort það geti verið samtíða meintri seltóft.

Sér­fræðing­ar frá Bret­lands­eyj­um hafa gefið vil­yrði fyr­ir því að koma og gera seg­ul- og viðnáms­mæl­ing­ar í Odda í sum­ar. Einnig eru vænt­an­leg­ir sér­fræðing­ar frá Banda­ríkj­un­um sem vilja gera meiri jarðsjár­mæl­ing­ar á svæðinu og gera borkjarn­a­rann­sókn­ir á stór­um hluta túns­ins í Odda til að kort­leggja bet­ur mann­vist­ar­leif­ar þar.

„Það er mikið háð Covid-ástand­inu hvort þess­ir sér­fræðing­ar koma,“ seg­ir Krist­borg en sér­fræðing­arn­ir eru há­skóla­fólk sem er styrkt af sín­um stofn­un­um til að stunda rann­sókn­ir. „Það er mik­ill akk­ur fyr­ir Odd­a­rann­sókn­ina að fá þau vegna sér­fræðiþekk­ing­ar þeirra.“

Margra ára verk­efni

Odd­a­rann­sókn­in er margra ára verk­efni ef á að full­kanna svæðið. „Það er ótrú­lega margt þarna í Odda sem hægt er að skoða, en við höf­um reynt að fara ekki fram úr okk­ur til að geta klárað það sem við byrj­um á,“ seg­ir Krist­borg enn­frem­ur.

Í þess­um verk­hluta rann­sókn­ar­inn­ar var byrjað að kort­leggja all­ar ferðaleiðir í landi Odda og breyt­ing­ar sem á þeim urðu. Leiðirn­ar eru fjöl­marg­ar og frá mis­mun­andi tím­um. Þá hafa orðið mikl­ar breyt­ing­ar á um­hverf­inu, m.a. vegna upp­blást­urs og breyt­inga á far­veg­um Ytri-Rangár en aðallega Þver­ár. Um­hverf­is­rann­sókn­irn­ar og forn­leifa­rann­sókn­irn­ar þurfa að spila sam­an.

Gert er ráð fyr­ir að forn­leifa­rann­sókn­ir hefj­ist aft­ur í síðari hluta júlí og standi fram í ág­úst.

Krakk­ar fá að kynn­ast forn­leifa­fræðinni

Forn­leif­a­skóli barn­anna verður aft­ur hald­inn í Odda í fyrstu viku maí. Verk­efnið hófst haustið 2018 þegar 7. bekk í grunn­skól­an­um á Hellu var boðið að koma í til­rauna­skyni. Hald­inn var inn­gangs­fyr­ir­lest­ur fyr­ir nem­end­ur í skól­an­um. Svo komu þau í Odda og voru þar dag­part.Forn­leif­a­skól­inn var hald­inn aft­ur vorið 2019 og þá var hver hóp­ur heil­an kennslu­dag í Odda. Þá komu 7. bekk­ing­ar í Hvols­skóla og Lauga­lands­skóla í Odda. Lagt er upp með að 9-12 nem­end­ur komi í senn í Odda. Hverj­um hópi er skipt í þrjá 3-4 nem­enda hópa og fá þeir kennslu í aðferðum forn­leif­a­skrán­ing­ar, í forn­leifa­upp­greftri og eins er þeim kennt að ganga frá grip­um og greina þá.

Fyr­ir kennslu í upp­graft­araðferðum er út­bú­inn lít­ill reit­ur í rótuðum jarðvegi og þar fald­ir ýms­ir hlut­ir. Nem­end­urn­ir fá svo hver sinn reit og þurfa að teikna hann upp í hnita­kerfi. Svo fá þau að grafa hvert í sín­um reit og „finna“ ýmsa muni sem síðan þarf að skrá á rétt­an hátt.

Krist­borg Þórs­dótt­ir forn­leifa­fræðing­ur sagði að rætt hefði verið um að gefa bæði yngri og eldri nem­end­um kost á kennslu í aðferðum forn­leifa­fræðinn­ar.

spot_img

MEST LESIÐ:

Oddafélagið 25 ára

Félagið var stofnað árið 1990 og varð 25 ára þann 1. desember 2015. Formaður þess frá upphafi hefur verið dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur.

Oddastefna 2016

Oddastefna var haldin með stæl á Hótel Stracta...........

Listsýning Oddanema

Á Oddastefnu 2016 sagði Þórhalla Sigmundsdóttir kennari við Grunnskólann á Hellu frá verkefni sem grunnskólabörn unnu í vetur um sögu Sæmundar fróða.

Hugarflug á Oddastefnu 2016

Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.