Tónninn settur

Sigríður Aðalsteinsdóttir óperusöngkona og skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga setti tóninn við upphaf Oddastefnu á Hellu í gær með hrífandi söng við undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur

Oddastefna heppnaðist gríðarlega vel en fyrir hádegi var haldinn aðalfundur félagsins þar sem staðfestar voru endurskoðaðar samþykktir fyrir félagið og kosin ný stjórn en úr stjórninni gekk að þessu sinni Drífa Hjartardóttir eftir langa og farsæla þjónustu og inn kom í hennar stað Friðrik Erlingsson rithöfundur. Oddastefna 2017 - Kristín

Á Oddastefnu voru flutt þrjú erindi að þessu sinni. Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður Minjastofnunar flutti erindi með Ugga Ævarssyni minjaverði Suðurlands sem þau nefndu „Minjarnar og höfuðbólin“ og fjallaði þar m.a. um þær aðferðir sem notaðar eru við fornleifarannsóknir í dag en mikil framþróun hefur orðið hvað tækni varðar s.s. í notkun á jarðsjá og dróna í viðbót við hefðbundinn upgröft og borkjarnagreiningar.

Þá flutti Árni Bragason landgræðslustjóri erindið „Matthías og sandstormarnir“ og fjallaði m.a. um þær gríðarlegu breytingar sem orðið hafa á gróðurfari á Rangárvöllum frá tímum 20170527_134725Matthías Jochumssonar sem var prestur í Odda árin 1881-1886 þegar mikil landeyðing varð á þessu svæði.

Að lokum kynntu Ágúst Sigurðsson formaður Oddafélagsins, Eiríkur Vilhelm Sigurðarson markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra og Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur á Fornleifastofnun drög að verkefnaáætluninni „Oddi-Miðstöð menningar á ný“ sem er afrakstur undirbúningsvinnu í víðtækri samvinnu margra aðila undir forystu Oddafélagsins.

Það eru spennandi tímar framundan fyrir Odda en á ráðstefnunni kom fram að Oddafélagið í samráði við Minjastofnun er nú að ganga frá samningi við Fornleifastofnun um frekari undirbúning að Oddarannsóknum. Rannsóknir eru ráðgerðar á Oddastað en einnig er horft til litlu hjáleiganna „kotin Odda hjá“ og Sæmundarhellanna eða s.k. Nautahella sem taldir eru geta sagt mikla sögu. Þá er hugmyndin að byggja upp fræðslustarf samhliða rannsóknunum og m.a. litið til samstarfs við skólanna í héraðinu í þeim efnum.

Oddastefna 2017 - drífa
Drífa Hjartardóttir hefur verið í stjórn Oddafélagsins frá upphafi.
spot_img

MEST LESIÐ:

Oddafélagið 25 ára

Félagið var stofnað árið 1990 og varð 25 ára þann 1. desember 2015. Formaður þess frá upphafi hefur verið dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur.

Oddastefna 2016

Oddastefna var haldin með stæl á Hótel Stracta...........

Listsýning Oddanema

Á Oddastefnu 2016 sagði Þórhalla Sigmundsdóttir kennari við Grunnskólann á Hellu frá verkefni sem grunnskólabörn unnu í vetur um sögu Sæmundar fróða.

Hugarflug á Oddastefnu 2016

Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.