Miðvikudaginn 6. júní 2018 mætti Kristborg Þórsdóttir ásamt fólki sínu til að hefja fornleifarannsóknir í Odda með áherslu á Sæmundarhellana svokölluðu við Langekru.
Í Oddarannsókninni verður lagt mikið upp úr öflugu kynningarstarfi á framgangi rannsókna og niðurstöðum eins og fram kemur í rannsóknaráætluninni sem unnin var af Fornleifastofnun Íslands.