HeimFréttir og greinarSaga Oddastaðar - endurútgefin

Saga Oddastaðar – endurútgefin

Prentsmiðja GuðjónsÓ hefur endurútgefið bókina Odda á Rangárvöllum eftir Vigfús Guðmundsson frá Keldum.

Þetta er lofsvert framtak hjá Ólafi Stolzenwald prentsmiðjustjóra og öflugum liðsmanni Oddafélagsins en bókin var ófáanleg. Vigfús Guðmundsson var hógvær maður og baðst hálfgert afsökunar á því að hann ómenntaður maðurinn væri að grúska þetta í gömlum heimildum og kirkjubókum og segja söguna allt frá 10.öld. Hann náði í tómstundum sínum með elju og dugnaði að taka saman bækur sem telja má stórmerkilegar heimildir í dag.  Þar má nefna sögu Odda, Keldna og Breiðabólsstaðar.  Þessar bækur voru gefnar út af Guðjóni Ó. Guðjónssyni prentara og prentsmiðjueiganda og því skemmtilegt að eftirmenn hans í GuðjónÓ – vistvænni prentsmiðju – skuli endurútgefa bækurnar um Odda og Keldur. Bókin er m.a. til sölu hjá Oddafélaginu á afar sanngjörnu verði og félagsmenn geta eignast bókina með verulegum afslætti.

spot_img

MEST LESIÐ:

Oddafélagið 25 ára

Félagið var stofnað árið 1990 og varð 25 ára þann 1. desember 2015. Formaður þess frá upphafi hefur verið dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur.

Oddastefna 2016

Oddastefna var haldin með stæl á Hótel Stracta...........

Listsýning Oddanema

Á Oddastefnu 2016 sagði Þórhalla Sigmundsdóttir kennari við Grunnskólann á Hellu frá verkefni sem grunnskólabörn unnu í vetur um sögu Sæmundar fróða.

Hugarflug á Oddastefnu 2016

Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.