HeimFréttir og greinarMatthías og sandstormarnir

Matthías og sandstormarnir

Erindi Árna Bragasonar landgræðslustjóra á Oddastefnu 2017 er nú aðgengilegt á heimasíðu Oddafélagsins

Erindið nefnir Árni „Brauðið erfitt er – Matthías og sandstormarnir“. Í því rekur hann m.a. þá ótrúlegu þróun sem orðið hefur í gróðurfari á Rangárvöllum frá því að þar geysuðu sandstormar í tíð séra Matthíasar undir lok 19 aldar og til dagsins í dag þegar sveitarfélagið Rangárþing ytra er í þann mund að verða mesta skógræktarsveitarfélag landsins.

Árni segir m.a. frá þeim gríðarlegu áhrifum sem eldvirkni á svæðinu hefur haft á líf og tilveru í gegnum tíðina. Hann segir frá friðlandinu í Oddaflóðum og hinni mögnuðu Safamýri sem gaf allt að 1.000 kýrfóður á ári hverju og munaði um minna á erfiðum tímum.

spot_img

MEST LESIÐ:

Fundur um endurheimt votlendis í Odda

Fundurinn er haldin af Landi og skógi í samstarfi við Oddafélagið. Fundurinn verður á Teams, fer fram á ensku og verður miðvikudag 28. maí 2025 kl. 14:30-15:30.

Ræða Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á Oddahátíð 2021

„Ég er stolt af því verkefni sem fór af stað til að rannsaka ritmenningu miðalda – og bjartsýn á að hér í Odda verði mennta- og fræðisetur að veruleika, áfangastaður fyrir okkur öll og mikilvæg miðja fyrir Rangæinga alla.“

Sæmundur fróði og saga Odda – sögusýning Oddafélagsins í undirbúningi.

Ljósmyndatöku er lokið fyrir sögusýningu Oddafélagsins, „Sæmundur fróði og saga Odda,“ en sýningin verður sett upp í Oddalundi við Oddakirkju næsta sumar.