HeimFréttir og greinarMatthías og sandstormarnir

Matthías og sandstormarnir

Erindi Árna Bragasonar landgræðslustjóra á Oddastefnu 2017 er nú aðgengilegt á heimasíðu Oddafélagsins

Erindið nefnir Árni „Brauðið erfitt er – Matthías og sandstormarnir“. Í því rekur hann m.a. þá ótrúlegu þróun sem orðið hefur í gróðurfari á Rangárvöllum frá því að þar geysuðu sandstormar í tíð séra Matthíasar undir lok 19 aldar og til dagsins í dag þegar sveitarfélagið Rangárþing ytra er í þann mund að verða mesta skógræktarsveitarfélag landsins.

Árni segir m.a. frá þeim gríðarlegu áhrifum sem eldvirkni á svæðinu hefur haft á líf og tilveru í gegnum tíðina. Hann segir frá friðlandinu í Oddaflóðum og hinni mögnuðu Safamýri sem gaf allt að 1.000 kýrfóður á ári hverju og munaði um minna á erfiðum tímum.

spot_img

MEST LESIÐ:

Oddafélagið 25 ára

Félagið var stofnað árið 1990 og varð 25 ára þann 1. desember 2015. Formaður þess frá upphafi hefur verið dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur.

Oddastefna 2016

Oddastefna var haldin með stæl á Hótel Stracta...........

Listsýning Oddanema

Á Oddastefnu 2016 sagði Þórhalla Sigmundsdóttir kennari við Grunnskólann á Hellu frá verkefni sem grunnskólabörn unnu í vetur um sögu Sæmundar fróða.

Hugarflug á Oddastefnu 2016

Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.