HeimFréttir og greinarOddafélagið hlaut styrk

Oddafélagið hlaut styrk

Verkefnastjórn Sóknaráætlunar Suðurlands fjallaði um tillögur fagráðs nýsköpunar og fagráðs menningar um úthlutun styrkveitinga til verkefna úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands, í fyrri úthlutun ársins, á fundi sínum 31. mars s.l.

Alls bárust sjóðnum 137 umsóknir að þessu sinni og hlutu 72 verkefni styrk en alls var deilt út 37.540.000 kr. Oddafélagið hlaut verkefnastyrk að upphæð 750.000 kr og er áætlað að verja styrknum til undirbúnings s.k. Oddarannsóknar sem er fyrsti hluti af stóra verkefninu „Oddi – miðstöð menningar á ný“ sem er gríðarlega spennandi og mikilvægt verkefni þar sem ætlunin er að leggja grunn að því að „Vekja Odda úr mold“ eins og þjóðskáldið Matthías í Odda kvað um árið.

Segja má að hér séu komnir fyrstu strengirnir hans Matthíasar en í Gammabrekku var honum mikið niðri fyrir um stöðu og framtíð Odda enda segir þar: „…ég vil en vantar strengi..“. Stefnt er að því að ráða starfsmann tímabundið nú fram á haustið til undirbúnings verkefninu og verður þessum styrk varið til að fjármagna þá vinnu. Eru þetta mikil gleðitíðindi fyrir Oddafélaga.

spot_img

MEST LESIÐ:

Oddafélagið 25 ára

Félagið var stofnað árið 1990 og varð 25 ára þann 1. desember 2015. Formaður þess frá upphafi hefur verið dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur.

Oddastefna 2016

Oddastefna var haldin með stæl á Hótel Stracta...........

Listsýning Oddanema

Á Oddastefnu 2016 sagði Þórhalla Sigmundsdóttir kennari við Grunnskólann á Hellu frá verkefni sem grunnskólabörn unnu í vetur um sögu Sæmundar fróða.

Hugarflug á Oddastefnu 2016

Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.