HeimFréttir og greinarÞórður í Skógum 100 ára

Þórður í Skógum 100 ára

Heiðursfélagi Oddafélagsins Þórður Tómasson í Skógum er 100 ára í dag

Oddafélagið óskar heiðursfélaga sínum innilega til hamingju á þessum merku tímamótum. Í tilefni afmælisins gefur bókaútgáfan Sæmundur út nýjustu bók Þórðar, Stóraborg, staður mannlífs og menningar. Við hvetjum alla félagsmenn til að fá sér eintak af nýjasta ritverki hins aldna fræðaþular, sem enn er í fullu andans fjöri og handskrifar öll sín verk.

Hann hefur skrifað hátt í 30 bækur um þjóðfræði, sagnir, mannlíf og menningarsögu og nær 200 greinar í ýmis rit, m.a. Goðastein, héraðsrit okkar Rangæinga, en Þórður var útgefandi þess um langt skeið. Stórvirki hans, sjálft Byggðasafnið á Skógum, ber þessum merka frumkvöðli fagurt vitni og mun gera um ókomna tíð.

Óhætt er að segja að Þórður Tómasson sé lýsandi dæmi um hvað einn maður getur haft mikil áhrif, ekki bara fyrir nánasta umhverfi sitt og nærsamfélag, heldur fyrir þjóðina alla og menningarsöguna. Björgun, varðveisla og miðlun menningararfsins er hið mikla afrek Þórðar í Skógum sem lengi enn mun auðga mannlíf okkar og menningu.

spot_img

MEST LESIÐ:

Vel sótt Oddastefna í Háskóla Íslands

Með hverri Oddastefnu stækkar og dýpkar myndin af Odda og Oddaverjum á miðöldum.

Rannsóknir í Odda halda áfram

Fornleifastofnun Íslands heldur uppgreftri áfram í Odda í sumar.