HeimFréttir og greinarViðtal Morgunblaðsins við Kristborgu Þórsdóttur fornleifafræðing

Viðtal Morgunblaðsins við Kristborgu Þórsdóttur fornleifafræðing

„Upp­gröft­ur­inn í mann­gerðum hell­um í Odda á Rangár­völl­um er ein­stak­ur. Það hef­ur ekki áður verið grafið í hell­um hér á landi sem hafa verið óraskaðir jafn lengi og þess­ir.“

Mergð manngerðra hella í Odda

• Hellarnir í Odda á Rangárvöllum geyma gólflög sem hafa verið óröskuð í mörg hundruð ár • Fjöldi áður óþekktra minja skráður í fyrra • Fornleifarannsóknir í Odda halda áfram í sumar

„Uppgröfturinn í manngerðum hellum í Odda á Rangárvöllum er einstakur. Það hefur ekki áður verið grafið í hellum hér á landi sem hafa verið óraskaðir jafn lengi og þessir. Hellir sem við erum að grafa upp núna hefur verið lokaður í minnst 800 ár. Það er alveg einstakt að komast í gólflög í mannvirki sem hefur verið óraskað jafn lengi og þetta,“ segir Kristborg Þórsdóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands og stjórnandi fornleifahluta Oddarannsóknarinnar. Hún er einnig ritstjóri nýrrar skýrslu um það sem ávannst í fornleifarannsókn í Odda 2020.

Fjöldi áður óþekktra minja var þá skráður. Þar ber hæst fjölda mann­gerðra hella og forn­ar minj­ar við Kamp­hól þar sem Þverá og Ytri-Rangá sam­ein­ast. Lík­legt þykir að þar séu minj­ar um selja­bú­skap Odd­astaðar frá fyrstu tíð. Þær þykja ein­stak­lega mik­il­væg­ar fyr­ir helsta mark­mið forn­leifa­rann­sókn­anna sem er að varpa ljósi á efna­hags­leg­ar und­ir­stöður miðstöðvar­inn­ar í Odda.

Þverfag­leg Odd­a­rann­sókn

Odda­fé­lagið fékk Krist­borgu og Forn­leif­a­stofn­un í lið með sér 2017 til að gera þriggja ára áætl­un fyr­ir forn­leifa­rann­sókn­ir í Odda. Gerður var prufu­sk­urður 2018 og þá fannst uppist­and­andi mann­gerður hell­ir. Það þótti merki­leg­ur fund­ur og mik­il­vægt var að halda áfram rann­sókn­um á hon­um, að sögn Krist­borg­ar.

Þverfag­leg Odd­a­rann­sókn á veg­um Odda­fé­lags­ins hlaut vorið 2020 styrk úr sjóðnum Rit­menn­ing ís­lenskra miðalda (RÍM). Mark­mið Odd­a­rann­sókn­ar­inn­ar er að varpa sem skýr­ustu ljósi á rit­menn­ingu í Odda á miðöld­um með áherslu á tíma­bilið 1100-1300. Rann­sókn­in skipt­ist í þrjá verkþætti: forn­leifa­rann­sókn, rann­sókn á um­hverfi og mann­vist og rann­sókn á miðstöðinni Odda. Forn­leifa­rann­sókn­in hófst síðasta sum­ar og var beitt fjöl­breytt­um rann­sókn­araðferðum við hana. All­ar sýni­leg­ar minj­ar í heima­túni Odda­hverf­is og út við Kamp­hól voru mæld­ar upp. Einnig var fjöldi minja skráður. Styrk­ur RÍM-sjóðsins gerði þetta kleift.

Mik­il valda­miðstöð í Odda

„Það var ekki hvaða staður sem var sem gat staðið und­ir gerð bók­mennta­verka á miðöld­um eins og talið er að Oddi hafi gert,“ seg­ir Krist­borg. „Þótt við séum ekki að leita að bein­um vís­bend­ing­um um hand­rita­gerð eða rit­un þá snýst rann­sókn­in m.a. um að skoða um­hverfið og und­ir­stöðurn­ar að þeirri valda­miðstöð sem þarna var.“

Upp­gröft­ur fór fram á tveim­ur stöðum í Hell­irs­döl­um sem eru í túni Odda. Á öðrum staðnum var graf­in upp bygg­ing fram­an við mann­gerðan helli frá miðri 10. öld. Hún kom í ljós við for­rann­sókn­ina 2018. Á hinum staðnum var graf­inn könn­un­ar­sk­urður við munna fall­ins mann­gerðs hell­is. Þar komu í ljós all­forn­ar bygg­ing­ar­leif­ar sem eru yngri en hinn hell­ir­inn og bygg­ing­in á hinu upp­graft­ar­svæðinu.

Lík­lega sam­tengt hella­kerfi

Vest­an við kirkj­una í Odda eru um­merki um fjölda hella. Þar hef­ur lík­lega verið sam­tengt hella­kerfi. „Það get­ur verið spurn­ing hvar einn hell­ir end­ar og ann­ar byrj­ar. Síðasta sum­ar taldi ég átján ný­fundna hella en það er ljóst að þetta er mjög mikið af hell­um og þeir eru úti um allt, einkum í tún­inu,“ seg­ir Krist­borg.

Ljóst er að hell­arn­ir voru grafn­ir út skömmu eft­ir að menn sett­ust fyrst að í Odda. Notk­un þeirra virðist líka hætt snemma vegna þess að sand­steinn­inn, sem þeir voru grafn­ir í, er gljúp­ur og því ent­ust hell­arn­ir illa.

Krist­borg sagði ekki vitað með vissu til hvers mann­gerðu hell­arn­ir voru notaðir í önd­verðu. Meira er vitað um notk­un þeirra á seinni öld­um. Ætla má að þeir hafi mikið verið notaðir sem gripa­hús og heyhlöður, skemm­ur og búr en einnig eru til dæmi um manna­bú­staði. Hell­arn­ir hafa tæp­lega verið vist­leg­ir íverustaðir vegna þess hvað þeir voru dimm­ir, rak­ir og kald­ir. Búr­hell­ar eru þekkt­ir á Ægissíðu við Hellu og eins á Gadd­stöðum sem eru ekki langt frá Odda.

Krist­borg seg­ir að í fyrstu hafi sér þótt sér­kenni­legt að hæsti hóll­inn, Gamla­brekka, sem er rétt við bæj­ar­stæðið, skyldi ekki hafa verið notaður til hella­gerðar í ljósi mik­ill­ar hella­gerðar­menn­ing­ar í Odda. „Þegar ég fór að skoða þetta bet­ur þá fann ég alla vega tvo hella í hóln­um. Við tók­um borkjarna við opið í þann sem er næst bæj­ar­stæðinu og þar virðast vera mjög forn­ar mann­vist­ar­leif­ar. Lík­lega frá miðri 10. öld eins og í hell­in­um sem við erum að grafa upp núna,“ seg­ir Krist­borg en eft­ir er að staðfesta þess­ar ald­urs­grein­ing­ar bet­ur með nán­ari rann­sókn­um.

Hell­ir­inn sem nú er unnið að upp­greftri á er ekki mjög stór, það sem sést er um 10 x 2,5 metr­ar að grunn­fleti en mikið hef­ur hrunið innst í hell­in­um. Þessi hell­ir hef­ur tengst öðrum risa­stór­um helli sem er fall­inn sam­an. Hann gæti mögu­lega verið Nauta­hell­ir sem nefnd­ur er í Jarteina­bók Þor­láks helga bisk­ups. Suðaust­an við hann er ann­ar gríðar­stór sam­fall­inn hell­ir. Graf­inn var könn­un­ar­sk­urður í munna hans. Þess­ir hell­ar mynda stóra sam­stæðu mann­gerðra hella. Krist­borg seg­ir að naut­gripa­hald hafi verið al­geng­ara á öld­um áður en síðar varð. Menn notuðu uxa sem drátt­ar­dýr, auk þess sem kýr voru mjólkaðar og naut­grip­um slátrað til mann­eld­is. Þá voru kálf­skinn notuð í skinn­hand­rit og nauts­húðir til margra nota.

Þykk jarðvegslög hylja

Búið er að grafa upp bygg­ingu sem var fyr­ir fram­an hell­inn sem nú er unnið í. Upp­gröft­ur inni í hell­in­um verður flókið úr­lausn­ar­efni, að sögn Krist­borg­ar. Styrkja þarf hell­isþakið til að tryggja ör­yggi þeirra sem munu vinna þar inni við upp­gröft­inn.

Þykk­ur jarðveg­ur hef­ur safn­ast ofan á minjarn­ar enda hef­ur verið mikið áfok á þess­um slóðum. Það tef­ur fyr­ir. Skurðgrafa var notuð í fyrra­sum­ar til að af­hjúpa tóft­ina fram­an við stóra hell­inn. „Við erum bara kom­in niður á mögu­lega fyrsta yf­ir­borð í gólf­inu þar. Mark­miðið í sum­ar er að klára að grafa inni í þess­ari tóft og rann­saka gólfin í henni. Mögu­lega finn­um við ein­hver um­merki um burðar­virki eða inn­rétt­ing­ar. Ætl­un­in er að kom­ast að því til hvers þessi tóft var notuð. Ýmis­legt bend­ir til þess að þetta hafi verið hlaða en hvort það var alltaf þannig er ekki vitað. Von­andi kom­umst við líka eitt­hvað inn í hell­inn, þótt ég sé ekki mjög bjart­sýn á það því tím­inn leyf­ir það ekki,“ seg­ir Krist­borg.

Í sum­ar á einnig að grafa könn­un­ar­sk­urð í forna tóft við Kamp­hól og kanna hvort það er seltóft og hve göm­ul hún er. Þar rétt hjá er lokaður mann­gerður hell­ir og lang­ar Krist­borgu að kanna hvað mann­virkið þar fyr­ir fram­an er gam­alt og hvort það geti verið samtíða meintri seltóft.

Sér­fræðing­ar frá Bret­lands­eyj­um hafa gefið vil­yrði fyr­ir því að koma og gera seg­ul- og viðnáms­mæl­ing­ar í Odda í sum­ar. Einnig eru vænt­an­leg­ir sér­fræðing­ar frá Banda­ríkj­un­um sem vilja gera meiri jarðsjár­mæl­ing­ar á svæðinu og gera borkjarn­a­rann­sókn­ir á stór­um hluta túns­ins í Odda til að kort­leggja bet­ur mann­vist­ar­leif­ar þar.

„Það er mikið háð Covid-ástand­inu hvort þess­ir sér­fræðing­ar koma,“ seg­ir Krist­borg en sér­fræðing­arn­ir eru há­skóla­fólk sem er styrkt af sín­um stofn­un­um til að stunda rann­sókn­ir. „Það er mik­ill akk­ur fyr­ir Odd­a­rann­sókn­ina að fá þau vegna sér­fræðiþekk­ing­ar þeirra.“

Margra ára verk­efni

Odd­a­rann­sókn­in er margra ára verk­efni ef á að full­kanna svæðið. „Það er ótrú­lega margt þarna í Odda sem hægt er að skoða, en við höf­um reynt að fara ekki fram úr okk­ur til að geta klárað það sem við byrj­um á,“ seg­ir Krist­borg enn­frem­ur.

Í þess­um verk­hluta rann­sókn­ar­inn­ar var byrjað að kort­leggja all­ar ferðaleiðir í landi Odda og breyt­ing­ar sem á þeim urðu. Leiðirn­ar eru fjöl­marg­ar og frá mis­mun­andi tím­um. Þá hafa orðið mikl­ar breyt­ing­ar á um­hverf­inu, m.a. vegna upp­blást­urs og breyt­inga á far­veg­um Ytri-Rangár en aðallega Þver­ár. Um­hverf­is­rann­sókn­irn­ar og forn­leifa­rann­sókn­irn­ar þurfa að spila sam­an.

Gert er ráð fyr­ir að forn­leifa­rann­sókn­ir hefj­ist aft­ur í síðari hluta júlí og standi fram í ág­úst.

Krakk­ar fá að kynn­ast forn­leifa­fræðinni

Forn­leif­a­skóli barn­anna verður aft­ur hald­inn í Odda í fyrstu viku maí. Verk­efnið hófst haustið 2018 þegar 7. bekk í grunn­skól­an­um á Hellu var boðið að koma í til­rauna­skyni. Hald­inn var inn­gangs­fyr­ir­lest­ur fyr­ir nem­end­ur í skól­an­um. Svo komu þau í Odda og voru þar dag­part.Forn­leif­a­skól­inn var hald­inn aft­ur vorið 2019 og þá var hver hóp­ur heil­an kennslu­dag í Odda. Þá komu 7. bekk­ing­ar í Hvols­skóla og Lauga­lands­skóla í Odda. Lagt er upp með að 9-12 nem­end­ur komi í senn í Odda. Hverj­um hópi er skipt í þrjá 3-4 nem­enda hópa og fá þeir kennslu í aðferðum forn­leif­a­skrán­ing­ar, í forn­leifa­upp­greftri og eins er þeim kennt að ganga frá grip­um og greina þá.

Fyr­ir kennslu í upp­graft­araðferðum er út­bú­inn lít­ill reit­ur í rótuðum jarðvegi og þar fald­ir ýms­ir hlut­ir. Nem­end­urn­ir fá svo hver sinn reit og þurfa að teikna hann upp í hnita­kerfi. Svo fá þau að grafa hvert í sín­um reit og „finna“ ýmsa muni sem síðan þarf að skrá á rétt­an hátt.

Krist­borg Þórs­dótt­ir forn­leifa­fræðing­ur sagði að rætt hefði verið um að gefa bæði yngri og eldri nem­end­um kost á kennslu í aðferðum forn­leifa­fræðinn­ar.

spot_img

MEST LESIÐ: