HeimFréttir og greinarSæmundarstund 20. mars kl. 12.30

Sæmundarstund 20. mars kl. 12.30

Sæmundarstund verður að venju við styttu Ásmundar Sveinssonar, Sæmundur á selnum, í Skeifunni fyrir framan Háskóla Íslands.

Sæmundarstund verður að venju við styttu Ásmundar Sveinssonar, Sæmundur á selnum, í Skeifunni fyrir framan Háskóla Íslands. Ef illa viðrar færist athöfnin inn í anddyri aðalbyggingar Háskólans.

 

Háskóli Íslands, Stúdentaráð og leikskólinn Mánagarður ásamt Oddafélaginu minnast Sæmundar fróða Sigfússonar (1056-1133) frá Odda á Rangárvöllum, en þessi minningarstund hefur verið haldin reglulega síðan á 100 ára afmæli Háskóla Íslands árið 2011, og er jafnan haldin á degi nálægt vorjafndægrum.

 

Dagskrá Sæmundarstundar 20. mars 2024
Kl. 12:30 – 13:00
1. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, flytur ávarp.
2. „Kór Sæmundarstundar“. Börn í leikskólanum Mánagarði syngja tvö lög.
3. Þór Jakobsson, fyrrverandi formaður Oddafélagsins, greinir í örfáum orðum frá sögu og tilgangi Sæmundarstundar.
4. Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði, flytur ávarp.
5. Rakel Anna Boulter, forseti Stúdentaráðs, flytur ávarp.
6. Börnin í Mánagarði syngja eitt til tvö lög.
7. Sæmundarstund slitið
spot_img

MEST LESIÐ: