Sæmundarstund

Það var skemmtilegt stemning sem myndaðist við styttu Sæmundar fyrir framan Háskóla Íslands í gær þegar Sæmundarstund var haldin á vorjafndægri

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands flutti ávarp, minntist Sæmundar og sögu Odda á Rangárvöllum. Einnig flutti ávarp Þór Jakobsson heiðursfélagi Oddafélagsins og fyrrum formaður þess.

Börnin úr leikskólanum Mánagarði mættu við styttuna og tóku lagið af fullum krafti. Áður hafði háskólakórinn flutt 2 lög undir stjórn Guðsteins Ólafssonar og Ási Þórðarson varaformaður stúdentaráðs flutt ávarp. Skemmtileg stund í hádeginu.

spot_img

MEST LESIÐ:

Heiðursfélagi Þór

Á fundi stjórnar Oddafélagsins þann 21. september sl. var einróma samþykkt að gera dr. Þór Jakobsson að heiðursfélaga í Oddafélaginu.

Heilagur Nikulás

6. desember er ártíðardagur heilags Nikulásar, en Oddakirkja var honum vígð af Sæmundi Sigfússyni, að því er fornar heimildir greina.

Aðalfundur Oddafélagsins

verður haldinn í Ekru og á Teams 21. júní n.k. og hefst kl. 10:00.