HeimFréttir og greinarRannsóknir í Odda halda áfram

Rannsóknir í Odda halda áfram

Rannsókn á manngerðum hellum í Odda verður fram haldið í sumar en verkefnið hlaut áframhaldandi styrk úr Fornminjasjóði í ár. Markmið rannsóknarinnar er að grafa út annan af tveimur gríðarstórum, hrundum hellum sem eru syðst í túninu í Odda.

Í fyrrasumar kom óvænt í ljós stórt, torfhlaðið hús í hellistóftinni sem virðist vera af fjósi. Það var líklega byggt á tímabilinu 1158-1250 en komið úr notkun seint á 15. öld. Til þess að hægt sé að komast í að grafa upp hrunda hellinn þarf að ljúka við að rannsaka þetta nýfundna hús en það er ekki síður áhugavert rannsóknarefni. Framan við það er gryfja, safnþró fyrir mykju, en neðst í henni fannst hrossgröf sem bendir til einhvers konar fórnarathafnar í tengslum við byggingu hússins og gerð gryfjunnar. Eru mörg önnur dæmi um dýrabeinafundi í hellakerfinu í Odda sem hafa verið túlkuð sem fórnir.

Hellarannsóknin í Odda mun veita upplýsingar um elstu gerð manngerðra hella hér á landi, hvernig farið var að þegar þeir voru fyrst grafnir út, hvernig hellagerðin og notkun hellanna þróaðist í tímans rás og til hvers þessi gríðarlega stóru mannvirki í Odda voru notuð.

spot_img

MEST LESIÐ: