Edda Sif Pálsdóttir, einn umsjónarmanna Landans, kom í Odda ásamt myndatökumanninum Magnúsi Atla Magnússyni að kynna sér starfssemi Fornleifaskóla unga fólksins.
Það voru krakkar úr 7. bekk Hvolsskóla sem tóku á móti þeim og sögðu frá uppgreftri morgunsins, gripaskráningu og skýrslugerð.
Krakkarnir voru til mikils sóma og stóðu sig frábærlega fyrir framan myndavélina. Upptakan verður sýnd í þætti Landans sem er á dagskrá sunnudaginn 16. maí.