Það er gleðidagur í Odda þegar Fornleifaskóli unga fólksins er hafin á nýjan leik. Kristborg Þórsdóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands, leiðir starfið ásamt Hólmfríði Sveinsdóttur og Lilju Björk Pálsdóttur, sem kenna gripafræði og uppgröft. Það voru nemendur úr 7. bekk grunnskólans á Hellu sem hófu starfið í morgun.
Fornleifaskólinn hófst vorið 2018 en þá komu 37 börn úr 7. bekkjum grunnskólanna í Rangárþingi í Odda til að læra uppgröft, skráningu og mælingar, auk þess sem þau skrifuðu skýrslu að loknu starfi.
Nemendur eru afar ánægðir með Fornleifaskólann og ljóst að hann er kominn til að vera. Það er líka mikilvægt að ungt fólk í héraðinu komist í snertingu við fortíðina á svo söguríkum stað sem Odda. Það er aldrei að vita nema að fornleifafræðingar framtíðarinnar séu að stíga sín fyrstu skref í Fornleifaskóla unga fólksins í Odda.